Færslur: 2011 Febrúar

26.02.2011 16:52

Stóðhestar á Vesturlandi 2011

Stóðhestar á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands
Margir glæsilegir stóðhestar verða á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands á Vesturlandi á komandi sumri.
 Alls verða 12 hestar í boði í sumar.
Þið getið kynnt ykkur hestana á heimasíðunni. www.hrossvest.is
Opnað hefur verið fyrir pantanir svo allt er klárt. Munið að hafa Fengnúmer hryssunnar og
örmerki við hendina þegar pöntunarferlið hefst. Þá er ekkert að vanbúnaði.

Dynur frá Hvammi IS1994184184
Rauður milli - vindhært í fax og tagl
Faðir:
IS1986186055 - Orri frá Þúfu
Móðir:
IS1978257277 - Djásn frá Heiði
Notkunarstaðir:
Borgir, seinna tímabil
Verð með öllu kr. 85.000

Blær frá Torfunesi IS1999166214
Brúnn milli einlitt
Faðir:
IS1993187449 - Markús frá Langholtsparti
Móðir:
IS1991266201 - Bylgja frá Torfunesi
Notkunarstaðir:
Hjarðarholt í Borgarfirði, eftir landsmót.
Verð með öllu kr. 90.000

Gígjar frá Auðholtshjáleigu
IS2000.1.87-051 Brúnstjörnóttur
Faðir:
IS1986186055 - Orri frá Þúfu
Móðir: IS1982287025 - Hrafntinna frá
Auðholtshjáleigu
Tímabil: Fyrra tímabil
Notkunarstaðir: Borgir
Verð með öllu: 126.000
 
Frakkur frá Langholti
IS-2004.1.87.401 Brúnn
Faðir:
IS2001186915 - Vilmundur frá Feti
Móðir:
IS199026598 - Spá frá Akureyri
Notkunarstaðir: Hólsland
Tímabil: Eftir landsmót
Verð með öllu kr. 95.000
 
Fláki frá Blesastöðum 1A
IS2005.1.87-804 Brúntvístjörnóttur
Faðir:
IS2000187051- Gígjar frá Auðholtshjáleigu
Móðir:
IS1993287924 - Blúnda frá Kílhrauni
Tímabil: Eftir landsmót
Notkunarstaðir: Hólsland
Verð með öllu: 150.000
 
Möller frá Blesastöðum 1A
IS2002187805 Bleikálóttur
Faðir:
1998187810 - Falur frá Blesastöðum 1A
Móðir:
IS1996288046 - Perla frá Haga
Tímabil: Eftir landsmót
Notkunarstaðir: Hólsland
Verð með öllu: kr. 150.000
 
Þristur frá Feti IS1998.1.86-906
Brúnskjóttur, sokkóttur
Faðir:
IS1986186055 - Orri frá Þúfu
Móðir:
IS1991286910 - Skák frá Feti
Tímabil: Seinna tímabil
Notkunarstaðir: Hjarðarholt í Borgarfirði
Verð með öllu: 113.000

Stígandi frá Stóra-Hofi
IS2003.1.86.002 Rauðjarpur
Faðir:
IS1998.1.84.713 - Aron frá Strandarhöfði
Móðir:
IS1985286028 - Hnota frá Stóra-Hofi
Notkunarstaðir:
Fellsöxl - Eftir landsmót
Verð með öllu kr. 97.000
 
Ljóni frá Ketilsstöðum
IS-2004.1.76.173 Rauðskjóttur
Faðir:
IS2001187660 - Álfasteinn frá Selfossi
Móðir: IS1993276176 - Ljónslöpp frá
Ketilsstöðum
Notkunarstaðir: Fellsöxl
Tímabil: Eftir landsmót
Verð með öllu: 113.000

Klettur frá Hvammi IS1998187045
Faðir:
IS1988165895 - Gustur frá Hóli.
Móðir:
IS1983287105 - Dóttla frá Hvammi
Notkunarstaðir:
Skipanes, húsnotkun.
Verð með öllu: 150.000

Blysfari frá Fremra-Hálsi
IS2005.1.25-038 Rauðblesóttur,
glófextur.
Faðir: IS2001137637 - Arður frá
Brautarholti
Móðir: IS1996225038 Frigg frá
Fremra- Hálsi
Tímabil: Eftir landsmót.
Notkunarstaðir: Fellsöxl
Verð með öllu: 88.000 kr
.
Dofri frá Steinnesi IS2005156292
Faðir:
IS2000187051 - Gígjar frá Auðholtshjáleigu.
Móðir:
IS1999256298 - Dáð frá Steinnesi
Notkunarstaðir:
Fellsöxl, eftir landsmót
Verð með öllu: 95.000
 
Staðfestingargjald er 25.000 kr. og er óafturkræft. Allar staðsetningar eru með fyrirvara um breytingar.

01.02.2011 20:48

Íþróttamaður Storms árið 2010Íþróttamaður Hestamannafélagsins Storms árið 2010 er Jóhann Bragason, 

Traðarlandi 1,   415 Bolungarvík.

Jóhann Bragason hefur verið virkur félagsmaður í Stormi frá unglingsaldri.

 13 ára gamall keypti hann sinn fyrsta hest eftir að hafa unnið í saltfiski um sumarið.  Þetta var hesturinn Sleipnir sem Jóhann keppti síðar á fyrir hönd Storms á Fjórðungsmóti á Kaldármelum árið 1984. Þar stóðu þeir sig með mikilli prýði. Þeir félagar voru einnig farsælir á mótum hjá Stormi þar sem þeir voru í úrslitum í B-flokki.

Jóhann hefur nokkrum sinnum keppt á Fjórðungsmótum fyrir hönd Storms og verið félaginu til sóma í alla staði.

Hann hefur aldrei eignast taminn hest og hafa keppnishestar hans allir verið tamdir og þjálfaðir af honum sjálfum alveg frá grunni. Hestar hans hafa í gegnum tíðina verið ofarlega á mótum Storms og kemur þar vel í ljós hve góð ástundun skiptir mikilu máli til þess að ná árangri.  Hann  er maður sem leggur sig allan fram, byggir upp jafnt og þétt og því að okkar mati góð fyrimynd annarra sem stunda íþróttir til árangus.  

S.l. sumar náði Jóhann þeim áfanga að verða efstur í A-flokki gæðinga og hampa þeim titli í fimmta skipti. Jóhann hefur í gegnum tíðina verið að eflast í skeiðíþróttinni og nokkrum sinnum verið í verðlaunasætum í skeiði.

Á árinu 2010 bar Jóhann einnig sigur úr bítum í Fjúgandi skeiði, var í 3. sæti í tölti og í 5. sæti í B-flokki gæðinga.
Við óskum Jóhanni Bragasyni innilega til hamingju emoticonemoticon 

  • 1
Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 110
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 388134
Samtals gestir: 96810
Tölur uppfærðar: 15.4.2021 06:57:56