19.07.2019 18:00

Félagsmót Storms 2019

Hið árlega Félagsmót Hestamannafélagsins Storms 2019 verður haldið að Söndum Dýrafirði 19.-20. júlí 2019.

Allir velkomir að koma og njóta skemmtunnar í boði hestamanna.
 

Skila þarf inn skráningum fyrir keppni.
Keppt verður i eftirfarandi flokkukum:

A - Flokk
B - Flokk
Barnaflokk (10-13 ára)
Unglingaflokk  (14-17 ára)
Ungmennaflokk (18-21 árs)
Tölti
Kappreiðum

Það sem fylgja þarf skráningu er eftirfarandi:

Nafn hests og nauðsynlegt er að IS númer fylgi með skráningu.
Nafn og aldur knapa og félags.

Einnig er skráning í Púkaflokk fyrir 10 ára og yngri - þar þarf aðeins nafn knapa og hests.

Skráningar skulu berast á tölvupóstfangið: signytholl@gmail.com og eða í síma 696-3213.
Lokað verður fyrir skráningu 16.júlí klukkan 24:00.

 

Virðingarfyllst,
Stjórn Hestamannafélagsins Storms.

18.07.2019 18:36

Félagsmót Storms 2019

Félagsmót Hestamannafélagsins Storms 19.-20. júlí 2019
 

Aðgangseyrir er 1500kr fyrir 16 ára og eldri.

FRÍTT inn á svæðið fyrir 15 ára og yngri.

Reiðhöll föstudagskvöld 500kr (ef ekki keypt armband)

 

Dagskrá helgarinnar:

Föstudagur - Reiðhöllin Söndum kl 18:00

Tölt

Fljúgandi skeið

Sandariddarinn 2019. Hin óborganlega keppni í Sandariddaranum svíkur engan.

 

Laugardagur:

Kl 11:00

Mótssetnig - fánareið

Keppni hefst í eftirfarandi flokkum:

Púkaflokkur

Barnaflokkur

B - Flokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

A - Flokkur

 

Að móti loknu verður hinn árlegi reiðtúr út í hinn rómaða Meðaldal.  Engin er svikinn af þeirri upplifun. Formaður slær í tímsetningu reiðtúrsins er nær dregur.

Um kvöldið koma glaðir/glaðar og kátir hestamenn og -konur saman í reiðhöllinn að Söndum ásamt gestum og gangandi og grilla kvöldmat og eiga saman skemmtilega kvöldstund. Hið vinsæla happadrætti Storms veður á sínum stað og eru veglegir vinningar í boði.  Happdrættismiðinn kostar 500 kr.

 

Hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórn hestamannafélagsins Storms

31.05.2019 10:22

Aðalfundur 2019

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Hestamannafélagsins Storms á Vestfjörðum verður haldinn í reiðhöll félagsins á Söndum í Dýrafirði, föstudaginn 7. júní og hefst hann kl. 20.00. Almenn aðalfundarstörf.

Stjórn Hestamannafélagsins Storms

  • 1
Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 25
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 326770
Samtals gestir: 83458
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 15:30:34