15.07.2016 11:18

 

Í ár er það Firmakeppni

 

Firmakeppni Hestamannafélagsins Storms verður haldinn að Söndum Dýrafirði dagana 15-16. júlí 2016

Áætlað er að herlegheitin hefjist kl 20:00 föstudagskvöldið 15.júlí 2016 í reiðhöllinni Knapaskjóli.

DAGSKRÁ:

FÖSTUDAGUR:
Töltkeppni
Fljúgandi skeið
Sandariddarinn 2016

LAUGARDAGUR:
Hópreið kl 12:00 -keppni hefst að henni lokinni.
Púkaflokkur
Barnaflokkur
B-Flokkur
Unglinga-/ Ungmennaflokkur
A-Flokkur
Kappreiðar

Við viljum vekja athygli á því að nú gilda dómar áhorfenda úr brekku við ákvörðun úrslita þ.s þetta er Firmakeppni.

Tekið er við skráningum í s:867-1577 til kl 23:00 fimmtudaginn 14.júlí 2016.
Skráningargjald er 1000 kr á hest og greiðist fyrir keppni.

Eftir keppni munum við slíta herlegheitunum með hinum árlega reiðtúr út í Meðaldal. Lagt verður af stað kl 17:00. Að honum loknum koma allir saman í Knapaskjóli, grilla og gera sér glaðan dag.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Nefndin

Virðingarfyllst,
Stjórnin.

24.05.2016 20:37

Aðalfundur Storms 2016

Aðalfundarboð 2016

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Storms á Vestfjörðum verður haldinn í reiðhöll félagsins á Söndum í Dýrafirði, fimmtudaginn 26. maí og hefst hann kl. 20.00

 

Efni fundar verður sem hér segir:

1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um starfsemi á liðnu ári.

2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir frem til samþykktar.

3. Kosning stjórnar; nýr formaður kosinn til eins árs, gjaldkeri kosinn til tveggja ára, einn meðstjórnandi kosinn til tveggja ára, tveir varamenn til eins árs.

4. Kosnir tveir endurskoðendur fyrir félagið og tveit ril vara

5. Inntaka nýrra félaga

6. Framtíð félagsmóts Storms

7. Önnur mál

 

 

 

Þingeyri, 5. maí 2016

 

Stjórn Hestamanafélagsins Storms

18.04.2016 23:12

Reiðnámskeið og Grímutölt

KÆRU HESTAMENN

 

Fyrirhugað er reiðnámskeið dagana 21.-22. apríl n.k.

Reiðkennari verður vinur okkar brynjólfur Skagfirðingur.

Fyrirvarinn er stuttur en ákveðið var að láta reyna á þetta, kanna áhuga og þátttöku á meðal okkar hestamanna.

Þetta veltur allt á fjölda þátttakenda.

 

Tekið verður við skráningum í síma 867-1577 Margrét

Skráningar berist fyrir kl. 22.30 þriðjudaginn 20. apríl

Með von um skjót og góð viðbrögð

 

GRÍMUTÖLT 2016

Grímutöltið verður laugardaginn 23. apríl 2016 í reiðhöllinni að Söndum og byrjar kl. 13.00

 

Kaffi- og veitingasalan verður á sínum stað að lokinni keppni.

 

Með bestu kveðju,

Storms - Nefndin

  • 1
Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 268621
Samtals gestir: 71459
Tölur uppfærðar: 22.10.2016 11:17:55