Færslur: 2010 Apríl

03.04.2010 20:32

Og þá var kátt í höllinni.

Góð mæting var í reiðhöllina á Söndum á föstudaginn langa. Hestamannafélagið Stormur var með opið hús undir yfirskriftinni Fjölskyldudagur Storms, þar var gestum boðið að fara á hestbak og einnig var boðið upp á kakó og kökur gegn vægu gjaldi. Veðrið var ekki eins og best verður á kosið, frekar kalt og gekk á með snjókomu, en gestir létu það ekki aftra sér að mæta og sumir voru komnir norðan frá Ísafirði og nágrenni til að leifa börnunum að fara á hestbak. 

Undirbúningsnefndin vill þakka öllum kærlega fyrir komuna sem lögðu leið sína til okkar á Söndum, kærar þakkir fá líka konurnar sem bökuðu fyrir okkur og þakkir fær Ólafía fyrir frábært kakó. Og ekki má gleyma þeim sem voru að teyma undir ungum og síungum.   
  • 1
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 294999
Samtals gestir: 76076
Tölur uppfærðar: 21.3.2018 18:03:45