Færslur: 2009 Apríl

18.04.2009 23:43

Heimsókn frá Súðavík.

Skólabörn úr Grunnskólanum í Súðavík komu í heimsókn í reiðhöllina á Söndum í morgun og fengu að fara á hestbak, undir stjórn Nönnu Bjarkar formanns Storms. Þetta voru skemmtilegir krakkar sem tóku vel eftir því sem þeim var sagt, er varðar undirstöðu atriði þegar kemur að því að beisla og leggja á hnakk og svo fr.þegar börnin eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku. Það var ekki að sjá annað en börnin væru ánægð,þegar haldið var heim á leið eftir 2.tíma stopp í reiðhöllinni.  Takk fyrir komuna, og verið þið velkomin aftur.
 
Börnin hlustuðu vel á það sem Nanna hafði frá að segja.

Börnin fóru fyrst í kennslugerðið, þau fengu að kemba og leggja á og máta sig í hnakkinn áður en farið var inn í reiðhöll,

11.04.2009 13:17

Góð mæting í reiðhöllina.

Fjöldi manns lagði leið sína í reiðhöllina á Söndum á föstudaginn (langa) þar sem Stormur stóð fyrir fjölskyldudegi . Smá breiting varð á dagsskránni hjá okkur, sem kom sér vel fyrir börnin þau fengu meiri tíma fyrir sig,  því töltkeppnin var slegin af vegna óviðráðanlegra orsaka og bar þar hæðst ófærðin yfir Hrafnseyrarheiði, því úr Arnarfirðinum voru skráðir nokkrir töltgæðingar. Nú viljum við göngin í gegnum fjallið strax.  En dagurinn var besta skemmtun fyrir alla sem mættu á Söndum og gerðu sér glaðan dag með okkur hestamönnum. Það er gaman að segja frá því að 8.ára gömul dóttir Nönnu Bjarkar formanns Storms, skoraði á hana að mæta sér í tölthringnum og lagði eitt stórt páskaegg undir.  Var sú stutta mætt með Garðar Pjakk hinn glæsilega  og mamman  með Glettu sína.  Síðan var slegið í klárana undir dúndrandi tónlist Helga Bjöss (ríðum og ríðum, ríðum sem fjandinn)  Og til að gera langa sögu stutta, stóð sú stutta uppi sem sigurvegari að mati  áhorfenda.    Það var brosmild hnáta sem rölti heim með páskaeggið. Takk fyrir komuna ágætu gestir.

05.04.2009 22:30

Fjölskyldudagur Storms

Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir fjölskyldudegi í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði, föstudaginn (langa) 10.apríl n.k. og hefst dagsskráin kl. 14:00.  Hestamenn sýna gæðinga sína á tölti. Áhorfendur velja þann sem þeir þykir bestur.  Á meðan talning atkvæða stendur yfir verður börnum boðið á hestbak.  Heitt súkkulaði, að hætti Ólavíu, kaffi og kökur til sölu.  Eftir hlé verða úrslit kynnt og verlaun veitt. 

Öllum er heimil þátttaka og skráningar tilkynnist til;    Nönnu Bjarkar á  nannabjork@simnet.is  fyrir kl.  16:00,  miðvikudaginn 8. apríl.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
  • 1
Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 110
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 388170
Samtals gestir: 96826
Tölur uppfærðar: 15.4.2021 08:13:07