Færslur: 2009 Febrúar

27.02.2009 21:57

Kynning á Beisli án méla

Stormsdeildin Dropi stendur fyrir kynningu á Beisli án méla.   Tamningakonan Linda Karen Gunnarsdóttir er væntanleg hingað vestur laugardaginn 7.mars nk. Hún mun verða í reiðhöllinni á Söndum og hefst kynningin kl: 13:00
Linda Karen hefur farið óhefðbundnar leiðir við tamningu hesta, og mun hún deila þeirri reynslu með okkur. Þetta kallar hún smellu þjálfun  tungumál, samspil manns og hests.  Kynningin stendur yfir í ca.eina og hálfa klukkustund.  Áhugasamir geta haft samband við Sigþór í síma:896-8245 eða netfang:sigogsig@simnet.is   þátttökugjald er 1000.-kr

                             það verður heitt á könnunni, sjáumst á Söndum.
                              
                     

04.02.2009 11:35

Stóðhestar 2009

Það er búið að opna fyrir pantanir undir stóðhestana sem eru í boði 2009. Allar upplýsingar um hestana er að finna á heimasíðunni okkar. Auk þess verður Fróði frá Staðartungu til afnota. Hann er undan Hágangi frá Narfastöðum. Fróði er flottur hestur með háan hæfileikadóm. Hann verður settur inn á síðuna fljótlega.  slóðin okkar er:  www.hrossvest.is

kveðja frá Hrossaræktarsambandi Vesturlands.
  • 1
Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 110
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 388134
Samtals gestir: 96810
Tölur uppfærðar: 15.4.2021 06:57:56