Færslur: 2009 Janúar

09.01.2009 21:21

Hesta-Íþróttamaður Storms 2008

Lovísa Anna Jóhannsdóttir frá Bolungarvík er Íþróttamaður Hestamannafélagsins Storms fyrir árið 2008.  Lovísa Anna hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini með föður sínum, Jóhanni Bragasyni og afa sínum, Braga Björgmundssyni í Bolungarvík.
Hún fór snemma að taka þátt í félagsmótum Storms og tekið þátt í reiðnámskeiðum sem hafa verið í boði,
hún hefur sýnt góða færni sem knapi og hefur vaxið sem hestamaður með hverju árinu.
Frammistaða hennar í gegn um árin er til fyrirmyndar um að góð ástundun skilar árangri.

Lovísa Anna er framtíðar hestamaður sem býr að góðum grunni sem mun nýtast henni við að bæta sig enn betur í framtíðinni.
Á félagsmóti Storms s.l.sumar stóð Lovísa Anna uppi sem sigurvegari í unglingaflokki á hestinum Neista frá Bolungarvík. Til hamingju  Lovísa Anna.Unglingaflokkur 1-5.sæti
Lovísa Anna  fyrst til vinstri svo Gerður Ágústa, Heiðdís Hrönn, Bylgja Dröfn og Arna María.

Lovísa Anna verður fulltrúi Hestamannafélagsins Storms við val á Íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2008 sem fram fer í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði  sunnudaginn 25.jan nk. kl:16:00

  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50