Færslur: 2008 Ágúst

17.08.2008 22:29

Skemmtileg helgarferð fyrir Nes.

Þetta var  frábær ferð sem farin var fyrir Nes um helgina, þrettán manns, með tuttugu og tvo hesta til reiðar. fórum að stað frá Söndum kl.11:00 og vorum komin í Stapadal 17:30.    Veðrið var frábært  12.stiga hiti en sólarlaust þannig að það varð ekki of heitt á hrossin né knapa. Þegar komið var í Stapadal  var slegið upp rafmagns-girðingu utan um hrossin og farið heim með rútu til Þingeyrar. Fórum svo í morgun kl.11:00 af stað vestur og vorum komin á stað upp Fossdalinn kl.12:30   skiluðum okkur svo heim að Söndum kl.15:30.    frábær ferð ,  takk fyrir mig. 

Þessi mynd var tekin af okkur áður en lagt var á stað frá Stapadal (sunnudagur kl.12:00)
Það koma myndir inn á myndasíðuna þegar búið er að smala saman myndum frá þeim sem voru að mynda í ferðinni. 

09.08.2008 22:27

Stormsdeildin Dropi gjörir kunnugt.

Það stendur til að ríða fyrir Nes, núna  næstu helgi16 og 17 ágúst n.k.
Verið er að kanna stöðuna hjá hesta-fólki hvort þessi helgi hentar flestum.
Þeir sem hafa áhuga á að slást í för með okkur, endilega hafið þá samband í síma 896-8245 (Sigþór) eða 659-7478 (Hákon) 
Lagt verður á stað frá Söndum kl.10:30 á laugardag og hringnum lokað á sunnudag.
Hestarnir verða  í Stapadal yfir nóttu, því það er áætlað að riðið verði út með Dýrafirði og fyrir Nes í Stapadal.  

Ef þið hafið góðar hugmyndir,er varðar þessa skemmtiferð þá er um að gera að koma þeim á framfæri við undirbúnings nefnd.

                                   Sjáumst hress um helgina.  Stjórn  Dropa.
  • 1
Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 110
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 388134
Samtals gestir: 96810
Tölur uppfærðar: 15.4.2021 06:57:56