Færslur: 2008 Mars

31.03.2008 23:06

Aðalfundur Storms á sunnudaginn 6.apríl

Félagsmenn athugið:
Aðalfundur Storms verður sunnudaginn 6.apríl  kl. 14:00  í  reiðhöllinni á Söndum .
Félagar hvattir til að mæta á fundinn, og taka þátt í kostningu í stjórn og nefndir félagsins. og ræða þau málefni sem  varða okkur hesta-fólk
sjáumst hress, það verður heitt á könnunni.  Kveðja, Stjórnin

22.03.2008 13:49

Bragi Björgmundsson hlaut páskaeggjabikarinn í tölti


Fyrsta páskatöltmótið fór fram í reiðhöllinni á Söndum á skírdag, á fjölskyldudegi Storms sem var hluti af dagskrá skíðaviku. Hestamenn sýndu gæðinga sína á tölti og kom það í hlut áhorfenda að dæma og raða í sæti. Keppnin var hörð og spennandi en að lokum stóð  Bragi Björgmundsson frá Bolungarvík, á hesti sínum Feng frá Fögrubrekku,uppi sem sigurvegari. Hann hlaut til eignar páskaeggjabikarinn 2008. Allir keppendur fengu páskaegg að launum fyrir þátttökuna. Á meðan atkvæði voru talin var boðið upp á ekta súkkulaði,að hætti Ólafíu Sigurjónsdóttur,og heimabakaðar kökur. Börnum og fullorðnum var boðið á hestbak og kunnu allir vel að meta. Þrátt fyrir slæma veðurspá lét fólk það ekki á sig fá og fjölmenni var í reiðhöllinni. Skapaðist góð stemming í húsinu undir tónlist sem Jón Sigurðsson setti saman fyrir mótið og sá um að stjórna. Hestamannafélagið Stormur stefnir að því að fjölga uppákomum sem þessari til að efla starfsemi hestamanna á svæðinu  í framtíðinni. Formaður Storms vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins sem varð þess valdandi að svo vel tókst til.  ( Sjá myndir á myndasíðu.)

19.03.2008 14:14

Fjölskyldudagur-töltkeppni á Söndum.

Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir fjölskyldudegi í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði á skírdag. Dagskráin hefst kl.14:00.   Hestamenn sýna hesta sína á tölti.
Áhorfendur dæma  og  velja  þann sem þeim þykir bestur, þegar allir hestar hafa verið sýndir verður gert hlé,þá verða  atkvæði talin sem raða hestum í verlaunasæti.  Börnum verður boðið á hestbak. Kaffi,kakó og kökur til sölu.  Eftir hlé verða úrslitin kynnt og verlaun verða afhent.  Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.  Gerum okkur glaðan dag  með  hestamönnum á skírdag!  Dagskráin er liður í skíðaviku, sjá www.skidavikan.is
  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50