Færslur: 2008 Febrúar

21.02.2008 20:36

Töltkeppni

Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir töltkeppni í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði á skírdag. Dagskráin hefst kl. 14:00 með forkeppni. Keppt verður í þrem flokkum: 1.flokkur-fullorðnir-meira vanir.    2.flokkur -fullorðnir- minna vanir.   3.flokkur-börn yngri en 16 ára.   Að lokinni forkeppni verður gert hlé, þá verður börnum boðið á hestbak og seldar veitingar.  Eftir hlé verður keppt til úrslita.   Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.  Þetta er opin keppni og  er því öllum heimil þátttaka en æskilegt að hesturinn sé skráður í  Worldfeng.   Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 16. mars til  sigogsig@simnet.is   og   nannabjork@simnet.is    (skráið ÍS númer hests og kennitölu knapa )      Skráningagjald er kr. 1.000,-- pr. hest.

21.02.2008 20:28

Reiðnámskeið 19 og 20 apríl

Námskeiðið með Magnúsi Lárussyni verður helgina 19 og 20 apríl nk. í reiðhöllinni á Söndum,   getum tekið við  2-3 skráningum í viðbót.     s.896-8245 eða á netfang: sigogsig@simnet.is

19.02.2008 14:10

Reiðnámskeið Magnúsar Lárussonar

Ágætu félagar, nú hef ég fengið þær fréttir frá Magnúsi að hann hefur ekki tíma fyrir okkur með námskeið hér fyrir vestan fyr en 19-20.apríl ef það skyldi henta okkur þá.
Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér  þessa helgi geta haft samband  í síma 896-8245 eða netfang:sigogsig@simnet.is

Við erum að kanna möguleika á að vera með námskeið fyrir páska , það ræðst auðvitað að því hvort við finnum reiðkennara sem hefur lausan tíma.
Þetta skýrist fljótlega. 

08.02.2008 13:59

Reiðnámskeiðinu frestað.

Reiðnámskeiðið hefur verið slegið af vegna veðurs og ófærðar, og búið að aflýsa flugi hingað vestur í dag.  Næstu námskeið verða auglýst síðar.

05.02.2008 14:32

Námskeiðið 9.og 10. febr 2008

Nú er orðið fullbókað á reiðnámskeiðið hjá Magnúsi sem verður næstu helgi.

Önnur námskeið verða auglýst síðar.
  • 1
Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 110
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 388170
Samtals gestir: 96826
Tölur uppfærðar: 15.4.2021 08:13:07