Færslur: 2007 Maí

26.05.2007 00:27

Námskeið í sýningu hests á hringvelli

Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur og lengra komna í keppni.
Námskeið í sýningu hests á hringvelli

Leiðbeinandi: Magnús Lárusson reiðkennari
Staður: Knapaskjól og hringvöllur Söndum Þingeyri
Tími: 14. ? 15. júlí 2007

Kennd verður áseta og stjórnun hests í keppni á feti, brokki, stökki, tölti og skeiði með það að markmiði að knapi nái að sýna bestu kosti hestsins. Lögð verður áhersla á að leiðbeina sérhverjum knapa um undirbúning og framkvæmd sýningar í ólíkum aldurhópum ungmenna og fjórgangs- og fimmgangskeppni. Farið verður yfir keppnisreglur og vægi gangtegunda í dómum. Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur og lengra komna í keppni.

Fyrirkomulag námskeiðs.
Stefnt er að því að kenna í tveimur hópum, unglingar og fullorðnir, hámark 9 í hvorum hópi. Hvorum hóp verður skipt í smærri hópa eftir færni hvers þátt-takenda. Hver dagur byrjar með stuttan fyrirlestri um verkefni dagsins og samantekt í lok dags. Kennsla fer að fram í Knapaskóli fyrri daginn og á hringvelli síðari daginn.

Dagskrá fyrir hvern dag; laugardag og sunnudag 14 og 15. júlí

Unglingahópur

8:30 ? 9:15 fyrirlestur um verkefni dagsins
9:30 ? 12:30 reiðtími, þátttakendum skipt í þrjá hópa og kennt í eina klukkustund í senn og hinir taka þátt sem áhorfendur
12:30 ? 13:00, samantekt um verkefni dagsins

Fullorðinshópur

13:30 ? 14:15; fyrirlestur um verkefni dagsins
14:30 ? 17:30 reiðtími, þátttakendum skipt í þrjá hópa og kennt í ca eina klukkustund hverjum hóp og hinir fylgjast með
17:30 ? 18:00, samantekt um verkefni dagsins


Námskeiðsgjald: 7.000 kr fyrir unglinga og 10.000 kr fyrir fullorðna

Mánudaginn 16. júlí verður boðið upp á einkakennslu og ráðgjöf

Þeir sem hafa áhuga hafi samband fyrir 10.júní nk.

Skráning og umsjón: Sigþór Gunnarsson sigogsig@simnet.is sími:896-8245

14.05.2007 00:26

Æskan á hestum með Glitni

Þann 17. maí n.k. verður opið hús í reiðhöllinni Knapaskjóli, í Dýrafirði,
frá kl: 13:30 til kl. 16:00.
Þann 17. maí n.k. verður opið hús í reiðhöllinni Knapaskjóli, í Dýrafirði,
frá kl: 13:30 til kl. 16:00.
Þar verður börnum boðið að fara á hestbak auk þess sem þau verða frædd um íslenska hestinn.
Seldar verða léttar veitingar

Þennan sama dag verður börnum einnig boðið á hestbak við hesthúsabyggðina í Bolungarvík,
frá kl. 15:00 til 17:00.
Þar verða seldar léttar veitingar.

Með kveðju,

Æskulýðsnefnd
Hestamannafélagsins Storms,

í samvinnu við Glitni,

sem er aðalstyrktaraðili
Landssambands hestamanna
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 110
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 388160
Samtals gestir: 96823
Tölur uppfærðar: 15.4.2021 07:29:15