Reiðhöllin

Reiðhöllin
Það er hestamannafélagið Stormur sem stóð fyrir byggingu hallarinnar en félagið stofnaði síðast liðið vor einkahlutafélagið Knapaskjól ehf. í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um eignarhald og rekstur reiðhallarinnar með það að markmiði að bæta aðstöðu til iðkunnar hestaíþrótta á Vestfjörðum. Bæta aðstöðu til þjálfunar, keppni, reiðkennslu og annars er varðar íslenska hestinn. Stuðla að uppbyggingu á barna- og unglingastarfi, efla hestaíþróttina sem fjölskylduíþrótt og auka möguleika til iðkunnar annarra íþróttagreina. Reiðhöllin mun nýtast í tengslum við menningartengdaferðaþjónustu í Dýrafirði og Arnarfirði.

Sandar í Dýrafirði hafa lengi verið miðstöð hestamanna á Vestfjörðum. Þar er löglegur keppnisvöllur með tveimur hringvöllum, 300 m kappreiðbraut, gott áhorfendasvæði, dómhús, tamninga- og kennslugerði og tjaldsvæði. Reiðhöllin mun bæta aðstöðu til mótshalda og styrkja Sanda enn frekar sem miðstöð hestamanna á Vestfjörðum.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti byggingarleyfi fyrir um 820 m² reiðhöll á 6600 m² lóð á Söndum. Húsið sem reist var er frá Límtré Vírnet.

Stutt lýsing á húsinu:
Burðargrind hússins er úr límtrésrömmum. Gaflar eru byggðir upp úr beinum bitum. Á milli aðalbita koma langbönd í þaki, en í veggjum koma lóðréttar súlur. Ofan á langbönd í þaki koma ST-107 ÞV Yleiningar og utan á súlur í veggjum koma liggjandi ST-107 ÞV Yleiningar.


Hússtærð:
Breidd:                          20,0 metrar
Lengd:                          40,0 metrar
Vegghæð efri hæðar:     3,85 metrar
Þakhalli:                        15,0 gráður
Flatarmál:                      800 fermetrar


Hönnunarforsendur:
Miðað er við venjulegan öryggisflokk og rakaflokk I.
Spennur og stífleiki reiknast samkvæmt íslenskum stöðlum.
Útbeygjukröfur eru miðaðar við að húsið sé í flokki C, skv.reglugerð.
Öll hús Límtrés hf. eru hönnuð samkvæmt gildandi stöðlum fyrir Ísland
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50