Lög og samþykktir

Hestamannafélagið Stormur

Lög félagsins.

1.gr.

Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Stormur. Heimili þess og varnarþing er Ísafjarðarbær.Félagið er aðili að H.S.V.,L.H. og Í.S.Í. og er því háð lögum,reglum og samþykktum Íþróttahreyfingarinnar.

2.gr.

Markmið félagsins er að efla áhuga á hestum og hestaíþróttum,og stuðla að því á allan hátt, að félagsmönnum gefist kostur á því að iðka og njóta hestaíþrótta.

Þessu markmiði hyggst félagið ná með því meðal annars:

  1. Að eignast góðan skeiðvöll á hentugum stað,þar sem kappreiðar geti farið frammeð svipuðum hætti og gerist með nágrannafélögum vorum.Að kappreiðar verði háðar á þessum velli á vegum félagsins,eins oft og henta þykir.
  2. Að vinna að því að flutt séu á vegum félagsins erindi til fróðleiks og skemmtunar um hestaíþróttir og hestarækt.
  3. Að reiðvegir séu gerðir og gömlum viðhaldið,svo önnur umferð verði til sem minnstrar hindrunar og óþæginda.
  4. Að stutt skýrsla um niðurstöður kappreiða og annað markvert, sem gerist í hestaíþróttum og hestarækt félagsins,sé fært í gerðabók jafnóðum og það gerist,þannig að það varðveitist örugglega sem heimildir.

3.gr

Félagsmenn geta allir orðið, konur og karlar, er áhuga hafa á þessum málum.

Umsókn um aðild að félaginu skal fundarstjóri leggja undir úrskurð félagsfundar

Og er hún samþykkt, ef 2/3-tveir þriðju-fundarmanna greiða henni atkvæði..

Nýr félagi hefur ekki atkvæðisrétt á þeim fundi, og öðlast hann ekki fyrr en hann hefir greitt árstillag.

4.gr

Félagsmaður sem skuldar árstillag frá fyrra ári eða stendur í skuld við félagið fyrir eitthvað annað, hefur engin réttindi á fundum félagsins á nýju starfsári, fyrr en hann hefir greitt skuld sína.

Sá, er ekki greiðir félaginu árstillag sitt í tvö ár, skal víkja úr því og ekki eiga afturkvæmt þangað, fyrr en hann hefir greitt allar skuldir sínar við félagið.

5.gr

Stjórn félagsins skipa fimm menn: Formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur,er kosnir eru á aðalfundi skriflegri og óbundinni kostningu, formaður til eins árs, en aðrir stjórnarmenn til tveggja ára.

Formann,ritara, gjaldkera og meðstjórnanda skal kjósa skriflega hvern út af fyrir sig.

Úr stjórninni ganga annað árið formaður, ritari og annar meðstjórnda, en hitt árið formaður ,gjaldkeri og hinn meðstjórnandinn.

Stjórnin kýs sjálf varaformann úr sínum hópi. Varastjórn skipa tveir menn.Skulu þeir kosnir skriflega, til eins árs, á hverjum aðalfundi.Formaður kallar varamenn til starfa,ef aðalmenn verða hindraðir í að gegna störfum sínum á starfsárinu.Skal sá fyrst kallaður, sem kjörin er með flestum atkvæðum. Verði ritari eða gjaldkeri hindraðir í að gegna þessum störfum sínum á starfsárinu, tilnefnir stjórnin sjálf úr sínum hópi eftirmann þeirra til næsta aðalfundar.

Formaður er fulltrúi félagsins út á við og hefir ásamt félagsstjórninni yfirumsjón með öllum framkvæmdum þess,eins og ákvörðun aðalfundar og lög félagsins mæla fyrir.

Stjórninni er þó heimilt að fela launuðum starfsmanni skrifstofuhald,fjárvörslu og daglegan rekstur félagsins undir eftirliti stjórnar. Launaðir starfsmenn félagsins skulu ekki kjörgengnir til stjórnarstarfa.

Formaður boðar stjórnarfundi eins oft og þurfa þykir og stjórnar þeim. Skylt er honum eignig að boða stjórnarfund, ef þrír stjórnarmenn óska þess.

Stjórnarfundir eru lögmætir ef minnst þrír stjórnarmenn eru mættir á fundi.

Ritari heldur m.a. gerðabók á fundinum.

Aðalfundur kýs tvo (bókhaldsfróða) menn og tvo til vara, til þess að endurskoða reikninga félagsins. Endurskoðendur þurfa ekki að vera félagsmenn.

6.gr

Stjórn félagsins boðar félagsfundi, eins oft og þurfa þykir eða ef minnst ¼ félagsmanna æskja þess skriflega og tilgreina fundarefni. Fundir skulu boðaðir með þriggja daga fyrirvara. Fundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.Formaður ,eða staðgengill hans,setur fundinn og lætur kjósa fundarstjóra í byrjun fundarins. Hinn kjörni fundarstjóri úrskurðar í byrjun fundarins, hvört löglega hafi verið til hans boðað og hvort hann sé lögmætur.
Sé fundur ekki lögmætur, má boða til hans að nýju á venjulegan hátt, og er hann þá lögmætur á tillits til þess, hve margir eru mættir.

7.gr

Stjórn félagsins skal boða til aðalfundar fyrir 15.júní ár hvert ogskal hann boðaður með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur,ef löglega er til hans boðað..
Dagskrá aðalfundar sé :

  1. Formaður flytur skyslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins skulu lagðir fyrir fundinn.
  3. Kosin stjórn og varastjórn samkvæmt 5.gr.
  4. Kostnir tveir endurskoðendur og tveir til vara skv. 5.gr.
  5. Önnur mál, sem félagið varðar.

8.gr

Reikningsárið er almanaksárið. Árstillag skal ákveðið á aðalfundi.
Ævifélagar greiði tvítugfalda fjárhæð árgjalds í eitt skipti fyrir öll og njóti sömu félagsréttinda og aðrir félagsmenn.
Þeir félagsmenn, er náð hafa sjötugsaldri, skulu undanþegnir greiðslu árstillags.

9.gr

Heimilt er meiri hluta stjórnar félagsins að bera fram á aðalfundi tillögu um kjör heiðursfélaga. Heiðursfélagar geta þeir einir orðið, sem sýnt hafa frábæran áhuga og hæfni í störfum sínum til eflingar félaginu og áhugamálum þess. 2/3 hluta atkvæða á lögmætum aðalfundi þarf til þess, að kjör heiðursfélaga sé lögmætt. Merki félagsins í gulli skal fylgja útnefningunni.

10.gr

Kjörgengi og kostningarétt til íþróttaþings og til ársþinga sambandsaðila Í.S.Í. hafa þeir félagsmenn sem náð hafa 16.ára aldri.

11.gr

Stjórn félagsins er óheimilt að selja fasteignir félagsins, kaupa fasteignir, eða hefja byggingu húsa, nema samþykki lögmæts félagsfundar komi til. Ef stjórnin hyggst leita samþykkis fundar fyrir slíkri ráðstöfun, skal geta þess í fundarboði.

12.gr

Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi, þar sem mættur er minnst

1/5-einn fimmti-hluti lögmætra félagsmanna,og 2/3 ? tveir þriðju- greiddra atkvæða samþykkja breytinguna.

Mæti of fáir, skal boða til framhaldsaðalfundar og öðlast þá áður framkomnar tillögur til lagabreytinga gildi, ef 2/3 hlutar fundarmanna samþykkja þær, án tillits til fundarsóknar

Breytingartillögur,sem félagsmenn kunna að vilja bera fram við lög félagsins, skulu berast stjórninni eigi síðar en þrem vikum fyrir aðalfund.

Tillögur um lagabreytingar skulu liggja frammi hjá stjórn síðustu viku fyrir aðalfund,og skal geta þeirra í fundarboði.

13.gr

Ef um er að ræða að leysa félagið upp, verður það að gerast á fundi, þar sem mættir eru minnst ¾-þrír fjórðu ?félagsmanna,og verður það því aðeins gert, að 2/3- tveir þriðju- hlutar fundarmanna greiði því atkvæði. Að öðrum kosti verður að kallasaman fund að nýju, og verður þá félagið leyst upp á löglegan átt ef 2/3-tveir þriðju- hlutar fundarmanna, án tillits til þess hve margir eru mættir á fundinum,greiða því atkvæði.

14.gr

1. Skipt skal félaginu í starfsdeildir fleiri eða færri eftir atvikum á hverjum tíma, sem ákveðast á aðalfundi.

2. Félagsstjórn skipar deildarformenn til eins árs í senn, eftir ábendingu hverrar deildar, sem afhendist félagsformanni fyrir aðalfund.

3. Deildarformenn velja tvo menn með sér í stjórn hverrar deildar.

4. Deildarformaður skal hafa umsjón og forystu um félagsstarf heima í hans deild, undirbúning og þátttöku deildarinnar í mótum félagsins.

5. Deildarformenn mynda fulltrúaráð, sem stjórn félagsins kallar saman þegar þurfa þykir.

15.gr

Hrossarækt skal tekin á stefnuskrá félagsins.

Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50