Færslur: 2014 Júlí

13.07.2014 13:58

Vinnukvöld

                                                                Vinnukvöld 15 Júlí

 

Vinnukvöld  þriðjudag 15 júlí  kl 19 sjáumst 

Mótsnefndin

10.07.2014 23:40

Dagskrá móts

Hestaþing Storms 18 og 19 júli 2014

 

Föstudagurinn 18.júlí

kl.15:00 hefst forkeppni í öllum flokkum.

1. B-flokkur gæðinga

2. Unglingaflokkur

3. Ungmennaflokkur

4. A-flokkur gæðinga

5. Barnaflokkur

6. Tölt

 

Kl. 21:00 hefst kvöldvaka í reiðhöllinni á Söndum.

Á dagsskránni verður m.a. liðakeppnin

,, Sandariddarnir 2014 ''. þar sem þriggja para lið takast á í ýmsum þrautum. Glæsileg

verlaun í boði :). Keppni í fljúgandi skeiði og fleira skemmtilegt.

 

Laugardagurinn 19. júlí

Kl: 12:00 Hópreið hestamanna

Um kl. 12:30 hefst keppni í úrslitum í öllum flokkum.

Dagskráin hefst með nýjum flokk sem kallast púkaflokkur.

Þar má teyma undir yngstu kynslóðinni einn hring á frjálsum gangi. Allir fá viðurkenningu

fyrir og þarf því að skrá knapa í þessa keppnisgrein sem aðrar, ( nafn knapa og hests)

 

1. B-flokkur gæðinga

2. Unglingaflokkur

3. Ungmennaflokkur

4. A-flokkur gæðinga

5. Barnaflokkur

6. Tölt

Kappreiðar.

1. 300 m brokk

2. 300 m stökk

3. 250 m skeið

 

Kl: 17:00 Hinn margrómaði útreiðartúr út í Meðaldal.

Lagt af stað frá tjaldstæðinu. Allir hestfærir velkomnir með.

Kl: 20:00 hefst Stormspartý í reiðhöllinni á Söndum.

Við borðum saman og skemmtum okkur fram eftir kvöldi. M.a. verður dregið í happdrætti

Storms þar sem margir flottir vinningar eru í boði. Heitt grill á staðnum, gestir koma með

borðbúnað, mat og drykki.

 

Tekið er við skráningum keppnishrossa í síma: 8678937 og á netfangið: svalabe@gmail.com

til kl: 22:00 miðvikudaginn 16. júlí. Gefa þarf upp IS númer hrossa og kennitölu knapa.

Skráningagjald er 1.000,- á hverja skráningu sem leggst inn á reikning : 0154-05-1908.

kt:600783-0259, eig, Hestamannafj. Stormur. Rétt til þátttöku eiga allir skuldlausir félagar

Storms og allir þeir sem skráðir eru í félög innan L.H.

 

Aðgöngumiði á mótssvæði sem gildir báða dagana:

16 ára og eldri kr: 1500 15 ára og yngri frítt.

Happadrættismiði kr: 500,- Ef fólk kýs að koma eingöngu á kvöldvöku kostar

það 500,-

 

Sjáumst hressari sem aldrei fyrr, á Hestamannamóti á Söndum.

 

 kveðja, Mótsnefndin.

10.07.2014 19:10

Stormsmót

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Opið félagsmót Storms

hefst með forkeppni í öllum flokkum, föstudaginn 18. júlí, kl. 15:00.


Dagskráin fyrir kvöldvökuna, 18. júlí er að verða klár, má helst nefna keppnina Sandariddararnir 2014, sem er liðakeppni í ýmsum þrautum. Þrjú pör (hestur + knapi ) eru í hverju liði sem spreyta sig á ýmsum léttum þrautum. Glæsileg verðlaun. Hvetjum alla til að mæta í reiðhöllina og fylgjast með!

Á laugardeginum 19. júlí eru svo úrslit allra flokka. Dagskráin hefst kl 12. Byrjað verður á Púkaflokknum , hann er ætlaður fyrir yngstu knapana sem treysta sér ekki einir í brautina. Teyma á undir þeim börnum einn hring og er svo afhending viðurkenninga strax að þeim flokki loknum.

Að keppni lokinni er hinn margrómaði reiðtúr og svo munu allir að sjálfsögðu grilla saman og skemmta sér saman í reiðhöllinni á laugardagskvöldinu. Búast má við frábærum skemmtiatriðum og ekki má gleyma happadrætti Storms 2014.


Tekið er við skráningum í síma 8678937 og á svalabe@gmail.com til kl. 22:00, miðvikudaginn 16. júlí. Rétt til þátttöku hafa allir skuldlausir félagsmenn Storms og þeir sem skráðir eru í félög innan LH. Muna eftir IS númeri hests er skráð er. Hver skráning kostar 1.000kr. Vinsamlegast greiðið skráningargjöld inn á; 0154-05-1908, kt: 600783-0259, eig. Hestam.félagið Stormur, félagsmót.
 
Sjáumst hress smiley
 
 

 

  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50