Færslur: 2012 Mars

24.03.2012 21:11

Grímutölt.

Þá er grímutöltið afstaðið og gekk bara ljómandi vel  15 keppendur mættu til leiks í þremur flokkum.
Góð mæting hjá gestum sem lögðu leið sína í reiðhöllina á Söndum í dag í blíðskapar veðri 12 stiga hiti í forsælu, frábært það .  Við þökkum öllum keppendum og gestum fyrir komuna . setjum inn myndir við tækifæri, takk takk.


Silikon Bomban fékk búninga-verlaunin í fullorðins-flokk.

Þessi unga dama fékk búninga-verlaun í barnaflokki.

23.03.2012 18:05

Grímutölt

Grímutölt fer fram í reiðhöllinni á Söndum laugardaginn 24.mars og hefst kl. 13:15.
Keppt verður í þrem flokkum;   Krakkar - 0-13 ára,
Unglinga/ungmenni - 14-20 ára.
Fullornir - 21 árs og eldri.

Veitt verða verlaun fyrir þrjú efstu sætin.
Einnig eru veitt verlaun fyrir besta búning í hverjum flokki.

Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.

10.03.2012 11:20

Grímutölt.

Til stendur að halda,,grímutölt ''  keppni í Reiðhöllinni á Söndum laugardaginn 24.mars.
Keppt verður í nokkrum flokkum. Dæmt verður eftir búningi knapa og fyrir heildarlúkk hests og knapa. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin.  Hvað sega hestamenn og konur? Er þetta ekki eitthvað sem ykkur langar að prófa?    

Kveðja  Nanna Björk. sími: 895- 0711.

10.03.2012 11:07

Reiðnámskeið

Brynjólfur Þór Jónsson verður á Söndum í Dýrafirði fyrstu helgina í maí þ.e. 4-6 maí.
Þeir sem voru á námskeiði hjá honum s.l. helgi hafa því góðan tíma til að æfa það sem lagt var upp með þá.
Það voru nokkrir sem komust ekki að um s.l. helgi svo það væri gott að menn væru snemma í því að skrá sig núna.  Tekið er við skráningum í síma: 895-0711- Nanna Björk Bárðardóttir.
Nú þegar eru komnar 8 skráningar á næsta námskeið:)
  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50