Færslur: 2011 Júlí

19.07.2011 21:53

Afmælishappdrætti Storms

Dregið var í happdrætti Storms, laugardagskvöldið 16. Júlí og voru eftirtalin númer dregin:

Nr. 121--pakki frá Líflandi,

Nr. 78--pakki frá Líflandi.

Nr. 137---Morgunverðarhlaðborð fyrir tvo á Hótel Sandafelli, Þingeyri.

Nr. 38--- Morgunverðarhlaðborð fyrir tvo á Hótel Sandafelli, Þingeyri.

Nr. 113---Gjafabréf, Shell skálinn í Bolungarvík.

Nr. 131---Gjafabréf, Hamraborg, Ísafirði.

Nr. 87---Gjafabréf, Simbahöllin café, Þingeyri.

Nr. 42---Gjafabréf, Hamona, N1, Þingeyri.

Nr. 50---Jólahlaðborð fyrir tvo á Hótel Núpi, Dýrafirði.

Nr. 133--- Jólahlaðborð fyrir tvo á Hótel Núpi, Dýrafirði.

Nr. 93---Gjöf frá Knapanum, Borgarnesi.

Nr. 56---Folald frá ræktunarbúinu Laugabóli í Arnarfirði. Vinningshafi velur eitt folald úr tíu folalda hópi.

19.07.2011 21:42

Úrslit Stormsmótsins, helgina 15. og 16. júlí

40 ára afmælismót Hestamannafélagsins Storms sem fram fór um helgina, tókst mjög vel í alla staði. Mikil þátttaka var í forkeppni sem fram fór á föstudeginum. Þurfti þess vegna að seinka kvöldvöku í reiðhöllinni um 1 og ½ klst. Þrátt fyrir það var fullt út úr dyrum. Á kvöldvökunni voru hjónin Þorkell Þórðarson og Inga Guðmundsdóttir gerð að heiðursfélögum í Stormi, Bolvíkingar sáu um töltsýningu, sýndir voru hestar frá ræktunarbúinu Laugabóli í Arnarfirði, Patrekur og Agnes sungu og spiluðu. Keppt var í fljúgandi skeiði þar sem gamli töffarinn, Bragi Björgmundsson bar sigur úr bítum og hreinlega rústaði ungu mönnunum. Að lokum var keppt í Sandariddaranum þar sem þriggja manna lið tókust á í ýmsum þrautum. Eftir harða keppni stóðu Daltonarnir  upp sem sigurvegarar. Er hér með skorað á þá að mæta að ári og freista þess að verja þennan eftirsótta titil. Á laugardeginum var keppt til úrslita í öllum flokkum og urðu úrslitin þessi: 

 B-flokkur:

1.    Kolskeggur frá Laugabóli. Einkunn; 8,48.  Knapi Steinar R. Jónasson.

2.    Hróður frá Laugabóli. Einkunn; 8,45. Knapi Alexander Hrafnkelsson.

3.    Fengur frá Fögrubrekku. Einkunn; 8,44. Knapi Bragi Björgmundsson.

4.    Töffari frá Hlíð. Einkunn; 8,33. Knapi Guðrún Hanna Kristjánsdóttir.

5.    Teinn frá Laugabóli. Einkunn; 8,29. Knapi Ásta Márusdóttir.

Unglingaflokkur:

1.    Sigríður Magnea Jónsóttir. Einkunn; 7,97. Ræll frá Fjalli.

2.    Hafrún Lilja Jakobsdóttir. Einkunn; 7,85. Tandri frá Hólum.

3.    Arna María Arnardóttir. Einkunn; 7,80. Mæða frá Litlu Tungu 2.

Ungmennaflokkur:

1.    Lovísa Anna Jóhannsdóttir. Einkunn; 8,07. Freyr frá Litla Dal.

2.    Heiðrún Arna Rafnsdóttir. Einkunn; 7,86. Peron frá Arnarnúpi.

3.    Bylgja Dröfn Magnúsdóttir. Einkunn; 7,51. Draupnir frá Akranesi.

A-flokkur:

1.    Fróði frá Laugabóli. Einkunn: 8,41. Ólöf Guðmundsdóttir.

2.    Snær frá Laugabóli. Einkunn; 8,31. Alexander Hrafnkelsson.

3.    Júní frá Tungu 1, Valþjófsdal. Einkunn; 8,26. Jóhann Bragason.

4.    Amlín frá Laugabóli. Einkunn; 7,78. Brynjólfur Þór Jónsson.

5.    Vörður frá Laugabóli. Einkunn; 6,84. Ásta Márusdóttir.

Barnaflokkur:

1.    Katrín Eva Grétarsdóttir. Einkunn; 8,29. Gnýr frá Árbæ.

2.    Rakel María Björnsdóttir. Einkunn; 8,00. Máni frá Þórustöðum.

3.    Amalía Nanna Júlíusdóttir. Einkunn; 7,97. Kopar frá Efri Þverá.

4.    Birna Filippía Steinarsdóttir. Einkunn; 7,89. Freyr frá Miðbæ.

5.    Sara Matthildur. Einkunn; 7,70. Eimur frá Fjalli.

Tölt:

1.    Alexander Hrafnkelsson. Einkunn; 8,52. Hróður frá Laugabóli.

2.    Bragi Björgmundsson. Einkunn; 8,52. Fengur frá Fögrubrekku.

3.    Steinar Jónasson. Einkunn; 8,40. Kolskeggur frá Laugabóli.

4.    Ásta Márusdóttir. Einkunn; 8,33. Teinn frá Laugabóli.

5.    Ólöf Guðmundsdóttir. Einkunn; 8,22. Valur frá Laugabóli.

Dómarar mótsins, Guðbrandur Björnsson og Sigrún Ólafsdóttir, völdu Fróða frá Laugabóli  sem glæsilegasta hest mótsins og Steinar R. Jónasson sem knapa mótsins.

Í kappreiðum urðu úrslit þessi:

300 m stökk

1.    Katrín Eva Grétarsdóttir á Gjafari frá Akureyri.

2.    Katrín Dröfn Björnsdóttir á Veru frá Þverá.

3.    Jón Örn Pálsson á Skeifu frá Akureyri.

300 m brokk

1.    Heiðrún Arna Rafnsdóttir á Plútó.

aðrir knapar gerðu ógilt.

Að móti loknu var farið í útreiðatúrinn sem er hápunktur helgarinnar. Núna voru það um  70 knapar sem fóru ríðandi út í Meðaldal.  Þar eiga hestamenn sinn áningastað sem kallast ,,bolli´´ Þar var stigið á stokk, sungið og sagðar gamansögur. Um kvöldið var sameiginlegt  borðhald í reiðhöllinni þar hestamenn, fjölskyldur og vinir áttu góða stund. Benni Sig. sá um að halda fólki vakandi fram að miðnætti.

09.07.2011 11:52

Brynjólfur reiðkennari á Söndum, 12., 13. og 14. júlí

Brynjólfur Þór Jónsson reiðkennari og gleðipinni er að mæta.
Hann mun bjóða hestamönnum upp á leiðsögn, þriðjud., miðvikud. og fimmtud. Hægt er velja um: A) Keppnisundirbúning, sem eru einkatímar. Þar er farið í þau atriði sem þarf að hafa í huga í keppni. Einstaklingsmiðað að þeim markmiðum sem knapar hafa sett sér. 
Verð kr. 12.000,--
B) Almenn reiðkennsla, þar eru 2 til 3 í hóp. Þar er farið í þætti eins og ásetu, stjórnun og fleira. Miðar að þörfum hvers pars, þ.e. hests og knapa.  
Verð kr. 10.000,--
Skráning hjá: Nanna Björk Bárðardóttir s: 8950711

08.07.2011 18:19

40 ára afmælismót Storms, 15. og 16. júlí

                                           

Föstudagurinn 15. Júlí 2011.

Um kl. 16:00 hefst forkeppni í öllum flokkum
1. B-flokkur gæðinga
2. Unglingaflokkur
3. Ungmennaflokkur
4. A-flokkur gæðinga
5. Barnaflokkur
6. Tölt

Kl. 21:00 hefst kvöldvaka í reiðhöllinni á Söndum á töltsýningu Stormsmanna. Á dagskránni verður m.a. kynning á ræktunarbúinu Laugabóli í Arnarfirði þar sem nokkrir hestar frá þeim verða sýndir. Keppni í fljúgandi skeiði í gegnum reiðhöllina, liðakeppnin "Sandariddararnir 2011", þar sem lið takast á í ýmsum þrautum og fleira skemmtilegt.

Laugardagurinn 16. Júlí 2011.
 
Kl: 12:00 Hópreið hestamanna.
Um kl. 12:30 hefst keppni í úrslitum í öllum flokkum.
1. B-flokkur gæðinga
2. Unglingaflokkur
3. Ungmennaflokkur
4. A-flokkur gæðinga
5. Barnaflokkur
6. Tölt
Kappreiðar
1. 300 m brokk
2. 300 m stökk
3. 250 m skeið

Kl: 17:00 Útreiðatúr hestamanna út í Meðaldal. Lagt af stað frá tjaldsvæðinu. Allir hestfærir velkomnir með.

Kl: 20:00 hefst afmælisveisla Storms í reiðhöllinni á Söndum.
Veislustjóri verður Benni Sig. frá Bolungavík.
Dagskrá fyrir alla fjölskylduna, leikir, söngur, tónlist, dregið í afmælishappdrætti Storms, þar sem folald frá Laugabóli í Arnarfirði er í aðalvinning, og margt fleira.
Benni Sig. og Halli sjá um að halda uppi partýstemmingu fram yfir miðnætti ?
Borðhald hefst um kl. 20:15. Kokkurinn á Hótel Núpi, Guðmundur Helgason, mun sjá um að grilla fyrir gesti.
Á matseðlinum verður:
Lambakjöt og svínakjöt "a la Guðmundur",
kartöflusalat,
hrásalat og kaldar sósur.
Matargestir taka sjálfir með sér diska, hnífapör og drykki.
 
Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig á borðhaldið í síðasta lagi þann 13. Júlí, fyrir kl. 22:00, í síma: 659 8298, Brynhildur og 895 0711, Nanna.
Það er til þess að hægt sé að áætla fjölda matargesta.
 
Helgartilboð sem gildir á alla viðburði með mat: (Helgarpassi)
 16 ára og eldri kr. 3.500,- - 
 12 til 15 ára kr. 2.500,--
6 til 11 ára kr. 1.500,--
 0 til 5 ára frítt

Sjá verð á einstökum dagskrárliðum hér á http://stormur.123.is/

Tekið er við skráningum keppnishrossa til kl. 22:00, miðvikud. 13. Júlí hjá:
Nönnu Björk s: 8950711, nannabjork@simnet.is og
Brynhildi s: 6598298, brykris@gmail.com
Skráningargjald er kr. 1.000, pr. hver skráning.
 
Gott tjaldsvæði er á Söndum og góð aðstaða fyrir aðkomu hross.

08.07.2011 10:34

Verðskrá fyrir mótshelgina 15. og 16. júlí

Verðskrá fyrir mótshelgina 15. og 16. júlí:

1. Aðgöngumiði á mótssvæði Storms, 15. og 16 júlí:

16 ára og eldri kr. 1.000,--

15 ára og yngri frítt

2. Aðgöngumiði á kvöldvöku í reiðhöllinni, 15. júlí:

16 ára og eldri kr. 1.000,--

15 ára og yngri frítt

3. Aðgöngumiði í afmælisveislu í reiðhöllinni, 16. júlí:

16 ára og eldri kr. 1.000,--

15 ára og yngri frítt

4. Aðgöngumiði í afmælisveisluna með mat:

12 ára og eldri kr. 2.900,--

 6 til 11 ára kr. 1.500,--

 0 til 5 ára frítt

5. Helgartilboð sem gildir á alla viðburði helgarinnar með mat: (helgarpassi)

16 ára og eldri kr. 3.500,--

12 til 15 ára kr. 2.500,--

6 til 11 ára kr. 1.500,--

 0 til 5 ára frítt

08.07.2011 10:01

Afmælisveisla Storms, laugardaginn 16. júlí

Kl: 20:00 hefst afmælisveisla Storms í reiðhöllinni á Söndum. Veislustjóri verður Benni Sig. frá Bolungavík. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna, leikir, söngur, tónlist, dregið í afmælishappdrætti Storms og margt fleira. Benni Sig. og Halli sjá um að halda uppi partýstemmingu fram yfir miðnætti

Borðhald hefst um kl. 20:15. Kokkurinn á Hótel Núpi, Guðmundur Helgason, mun sjá um að grilla fyrir gesti.

Á matseðlinum verður: Lambakjöt og svínakjöt, kryddað "a la Guðmundur", kartöflusalat, hrásalat og kaldar sósur. Matargestir taka sjálfir með sér diska, hnífapör og drykki.

Allir velkomnir sem vilja skemmta sér með hestamönnum en nauðsynlegt er að skrá sig á borðhaldið í síðasta lagi þann 13. Júlí, fyrir kl. 22:00, í síma: 659 8298, Brynhildur og 895 0711, Nanna. Það er til þess að hægt sé að áætla fjölda matargesta.

  1. 1.     Aðgöngumiði fyrir kvöldið án matar:     
  2.         16 ára og eldri kr. 1.000,--  
  3.         15 ára og yngri frítt   

 

  1. 2.     Aðgöngumiði fyrir kvöldið með mat:    
  2.         12 ára og eldri kr. 2.900,--  
  3.         6 til 11 ára kr. 1.500,--    
  4.         0 til 5 ára frítt      

04.07.2011 11:24

Afmælispartýið

Laugardagskvöldið 16. júlí gerum við okkur glaðan dag í tilefni 40 ára afmælis Storms og mótsloka þetta árið. Sameiginlegt borðhald í reiðhöllinni, þar sem kokkurinn á Hótel Núpi mun sjá um að grilla fyrir hestamenn og gesti þeirra. Benni Sig. verður veislustjóri og mun hann ásamt öðrum sjá okkur fyrir tónlist, skemmtun og fjöri. Í þetta skipti þurfa þeir sem ætla að kaupa mat á staðnum á mjöööög sanngjörnu verði að skrá sig fyrir fram. Það er til þess að hægt sé að áætla matarinnkaupin emoticon

  • 1
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 316010
Samtals gestir: 80400
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 10:32:58