Færslur: 2011 Maí

27.05.2011 16:42

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga

Námskeið hjá Hestamannafélaginu Stormi sumarið 2011
Námskeiðin eru ætluð krökkum á aldrinum 7 til 16 ára. Hvert námskeið er 5 virkir dagar, 1 klst. í senn. Hámark 5 nemendur í hverjum hópi. Hóparnir eru getu skiptir.
Tímabil í boði:
1.    20. júní til 24. júní.
2.     4. júlí til 8. júlí.
3.   18. júlí til 22. júlí.
Kennt verður í Reiðhöll Hestamannafélagsins Storms og/eða í kennslugerði á Söndum í Dýrafirði. Reiðtúrar í nánasta umhverfi Sanda.
Hópur 1. Kl. 13:00 til 14:00 alla daga. Fyrir byrjendur sem hafa litla eða enga reynslu af hestum. Áhersla lögð á undirstöðuatriði í umgengni við hesta, ásetu og stjórnun.
Hópur 2. Kl. 14:00 til 15:00 alla daga. Fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af hestum og kunna undirstöðuatriði í reiðmennsku. Lögð er áhersla á aukið jafnvægi og að ná góðu sambandi við hestinn.
Hópur 3. Kl. 16:00 til 17:00 alla daga. Fyrir þá sem eru búnir að ná góðu jafnvægi á hestbaki. Gerðar eru kröfur um góða stjórnun á hestinum. Farið verður í reiðtúra um nánasta umhverfi Sanda.
Verð kr. 10.000,--- fyrir félagsmenn í Stormi, utan félags kr. 12.000,--
Innifalið í verði auk kennslu er; afnot af hesti, reiðtygjum og öryggishjálmur.
Leiðbeinendur og umsjónarmenn eru:
Nanna Björk , Sonja, Brynhildur og Hákon
Nánari upplýsingar og skráning hjá: Nönnu Björk í síma: 895 0711 eða nannabjork@simnet.is

17.05.2011 19:06

Aðalfundur Storms

Aðalfundur Hestamannafélagsins Storms á Vestfjörðum verður haldinn í Reiðhöll félagsins á Söndum í Dýrafirði, fimmtudaginn 26. maí n.k. og hefst kl. 20:00.

Efni fundarins verður sem hér segir:

1.  Formaður flytur skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

2.  Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

3.  Kosning stjórnar, þ.e. formaður, gjaldkeri, meðstjórnandi og tveir varamenn.

4.  Kosnir tveir endurskoðendur fyrir félagið og tveir til vara.

5.  Inntaka nýrra félaga.

6.  Önnur mál.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Þingeyri   16. maí 2011

Stjórn Hestamannafélagsins Storms

  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50