Færslur: 2011 Mars

29.03.2011 19:31

Hestadagar í Reykjavík

Hestadagar í Reykjavík
Stórsýning fjölskyldunnar reiðhöllinni Víðidal

Föstudagskvöldið 1.apríl næstkomandi verður haldin stórsýning fjölskyldunnar þar sem hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu munu sýna atriði, ásamt fleiri góðum gestum.

Dagskrá sýningarinnar verður fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Sýningin byrjar kl 20:00 og kostar 1000 kr inn, frítt fyrir 13.ára og yngri.

Fjölmennum ágætu hestamenn á fjölskyldusýningu í Víðidal.

15.03.2011 21:38

Reiðkennarinn og tamningamaðurinn Brynjólfur að mæta

Reiðkennsla

í  reiðhöllinni á Söndum

Brynjólfur Þór Jónsson reiðkennari verður hjá okkur
 frá 18. mars til 24. mars.

Hann mun verða með helgarnámskeið,
 þ.e. 18. til 20. mars, fjórar kennslustundir, kr. 10.000,--

Aðeins  tveir  til þrír knapar í hverjum tíma og er hver kennslustund 30 til 40 mín. í senn.

Hægt er að framlengja það námskeið, eða taka bara virku dagana, 20. til 24. mars.

Hægt er að panta einkatíma, eða fá aðstoð og leiðbeiningar með hesta eða bara fá kappann til að taka hestinn í létt trimm í nokkur skipti.

Brynjólfur er til í allt og um að gera að nýta kallinn á meðan hann er á staðnum emoticon
Möguleiki er að fá gistingu og fóður fyrir hesta á Söndum.
Þeir sem hugsanlega hefðu áhuga á að gista sjálfir á Þingeyri geta haft samband við Sirrý og Finna í Gistihúsinu við Fjörðinn.

Skráningar fyrir Brynjólf  hjá

Nönnu Björk í síma 8950711

10.03.2011 10:17

Hæflileikadómar- hæfileikadómar hross

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands

Námskeið:  Hæfileikadómar - Hæfileikar hrossa!  Mosfellsbæ           Mikilvægt að skrá sig fyrir fimmtudaginn 10. mars!

Endurmenntun LbhÍ býður fram námskeið í kynbótadómum í samstarf við Hrossaræktarsamtök Suðurlands.
Markmið: Markmið með námskeiðinu er að nemendur fræðist um hæfileika hrossa. Farið verður yfir dómkvarðann og hross skoðuð í reið. Hver gangtegund verður tekin fyrir og þeir þættir sem horft er til þegar hún er metin. Vilji og geðslag og fegurð í reið eru tekin fyrir á sama hátt. Námskeiðið byggist á sýnikennslu og fyrirlestrum þar sem hross af ýmsum toga verða notuð sem dæmi.  Hámarksfjöldi þátttakenda 23.

Kennarar: Eyþór Einarsson og Valberg Sigfússon, kynbótadómarar.

Stund og staður:  Sun. 13. mars, kl. 9:30 - 16:30 (8,5 kennslustundir), Harðarhöllin í Mosfellsbæ

Verð: 15.000 kr fyrir  félagsmenn innan Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, en 20.000 kr fyrir utanfélagsmenn.
(Bent er á að hægt er að sækja um aðild að HS að uppfylltum félagslögum þess, sjá heimasíðu samtakanna http://www.bssl.is/ Skuldlausir félagsmenn árið 2010 njóta afsláttarins.)

Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000/843 5302 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími. Auk þess hvort viðkomandi er félagsmaður HS).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590 og senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is

Minnum á Starfsmenntasjóð bænda - sjá nánar á www.bondi.is

09.03.2011 20:21

Hestardagar í Reykjavík

Hestadagar í Reykjavík

Hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu Andvari, Gustur, Hörður, Fákur, Sörli og Sóti hafa skipulagt fjölbreytta dagskrá á Hestadögum í Reykjavík 28.mars til 2.apríl þar sem allir landsmenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Laugardaginn 2.apríl ættu hestamenn að taka sérstaklega frá því þá verður mikið um dýrðir. Dagskráin hefst með skrúðgöngu hestamannafélaganna upp Laugaveginn og sem leið liggur í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn í Laugardal. Þar verður sett upp "Hestaþorp" með fjölbreyttri dagskrá, gangtegundasýning, járningasýning, hestateymingar, ýmislegt handverk verður boðið til sölu og margt fleira. Lokapunktur hátíðarinnar  verður ístöltið "Þeir allra sterkustu"  sem fer fram í Skautahöllinni í Reykjavík laugardagskvöldið 2.apríl. Þar munu margir af sterkustu knöpum og hestum mæta til leiks.

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að vera með í Hestaþorpi á laugardeginum 2.april hafið samband við Ingibjörgu á straumver@gmail.com

Dagskrá Hestadaga í Reykjvík má finna á www.hestadagar.is

09.03.2011 16:36

Námskeiðshelgi 18. - 20. mars.

Brynjólfur Þór Jónsson reiðkennari er að mæta til okkar aftur og mun bjóða upp á tíma fyrir hestamenn í reiðhöllinni dagana 18., 19. og 20. mars.
Brynjólfur var hjá okkur eina helgi í febrúar og voru menn mjög ánægðir með hann.
Kennsla verður með sama sniði og síðast, einn tími á föstudegi (föstudagskvöldi), tveir tímar á laugardegi og einn tími á sunnudegi, eða í alls fjögur skipti.  Aðeins tveir til þrír knapar í hverjum tíma. Verð kr. 10.000,--
Hægt er að hýsa aðkomuhross og útvega fóður gegn vægu gjaldi ef þess er óskað.
Skráningar eru hjá ...Nönnu Björk í síma 8950711 emoticon
Ps: Ef fólk kýs að eyða helginni í Dýrafirðinum, slappa af og fara á reiðnámskeið þá er hægt að hafa samband við Gistihúsið við Fjörðinn og athuga með gistingu emoticon hjá þeim.

04.03.2011 09:19

FEIF Youth Camp 2011, Skotlandi, tækifæri fyrir áhugasöm ungmenni

FEIF Youth Camp 2011, Skotlandi

Dagsetning: 23. - 30. júlí 2011

Verð: 530 - 550 ?

Hvert land hefur rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna, sem hefur verið undanfarin ár. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

Skilyrði: Þátttakendur verða að vera á aldrinum 13 - 17 ára, á árinu, verða hafa einhverja reynslu í hestamennsku og geti skilið og talað ensku.

Staðsetning: Búðirnar verða haldnar í Broomlee outdoor center í Skotlandi. 22,5  km. fyrir utan Edinborg. Nánari upplýsingar um staðinn er að finna á www.  soec.org.uk/pages/broomlee.asp

Dagskrá: Í grófum dráttum er dagskráin á þessa leið; farið verður á hestbak í skosku hálöndunum, sýnikennsla á hestum, heimsókn í Edenborgarkastala, draugaganga í gömlu Edinborg, útivera og hefðbundin skosk kvöldvaka.

Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 06. mars 2011. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.

 

Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum.

Æskulýðsnefnd LH

04.03.2011 09:16

Hestadagar í Reykjavík

Hestadagar í Reykjavík, undirbúningu í fullum gangi.

Undirbúningur fyrir hestadaga sem haldnir verða 26.mars til 2.apríl 2011 er nú í fullum gangi.    Dagská hátíðarinnar er tilbúin og má sjá á www.hestadagar.is
Laugardagurinn 2 .apríl verður einn af stærstu dögunum á hátíðinni, þar sem frítt verður inn í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn.  Þar verður mikið um að vera allan daginn með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.  Búist er við miklum fjölda í Laugardalinn þennan dag.  Hestaþorp verður staðsett í miðjum garðinum þar sem handverksfólki og öðrum afþreyingarfyrirtækjum stendur til boða að vera með kynningar og sölubása.  Sölubásarnir sem verða á staðnum eru húsin (jólaþorpið) sem er í eigu Hafnafjarðarbæjar. Athugið að aðeins er um einn dag að ræða frá kl 10-17.  Þorpið verður sett upp föstudaginn 1.apríl

Verð fyrir daginn/plássið er kr 7.500,-

Áhugasamir hafið samband við Ingibjörgu sem gefur allar nánari upplýsingar um Hestaþorpið á straumver@gmail.com
  • 1
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 316010
Samtals gestir: 80400
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 10:32:58