Færslur: 2011 Janúar

31.01.2011 20:51

Reiðkennari verður á Söndum dagana 11., 12. og 13. febrúar

Brynjólfur Þór Jónsson reiðkennari frá Fagranesi mun bjóða upp á tíma fyrir hestamenn í reiðhöllinni dagana 11., 12. og 13. febrúar, eða í fjögur skipti alls. Aðeins tveir til þrír knapar í hverjum tíma. Verð kr. 10.000,--á mann.

Hægt er að hýsa aðkomuhross og útvega fóður gegn vægu gjaldi ef þess er óskað.
Skráningar eru hjá Nönnu Björk í síma 8950711

07.01.2011 23:10

Stormur 40 ára í sumar.

Það er komin dagsetning á félagsmótið  (Afmælismót)  Storms í sumar.  Mótið verður haldið dagana 15 og 16 júlí 2011. á glæsilegu félagssvæði  Storms á Söndum í Dýrafirði.  Mótshaldarar hafa pantað sérstaklega gott veður þessa daga, og er því tilvalið að ungir sem aldnir taki þessa helgi frá og mæti í fjörið, kvort heldur sem fólk er að mæta með hross í keppni eða  horfa og notfæra sér gott tjaldsvæði sem félagið hefur upp á að bjóða.emoticon emoticon

Útreiðartúrinn á síðasta móti.  Meðaldalur í Dýrafirði.
  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50