Færslur: 2010 Október

03.10.2010 11:23

DNA sýnatökur og örmerkingar

Á undanförnum árum hafa verið tekin allmörg DNA sýni úr hrossum hér á landi (nú komin á fjórtánda þúsund) til ætternisgreiningar. Skylda er nú að allir stóðhestar sem til dóms koma séu með sannað ætterni með DNA greiningu úr þeim sjálfum svo og foreldrum. Þó nokkur hópur hrossaræktenda lætur einnig DNA greina hjá sér öll folöld. Búnaðarsamtök Vesturlands, sem einnig hafa Vestfirðina undir, hafa séð um þessa sýnatöku á vesturhluta landsins en sýnið er venjulega stroksýni úr nös. Ekki er tekið nema úr einstaklingsmerktum hrossum og því eru ómerkt hross örmerkt við sama tækifæri.
Sýnatökumaður Búnaðarsamtakanna hyggur á ferð vestur á næstunni. Það er því kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja nýta sér það til að láta taka hjá sér sýni og/eða örmerkja hross.
Áhugasamir ættu þá að snúa sér til Búnaðarsamtaka Vesturlands í síma 437-1215,
Guðlaugur V. Antonsson,
Hrossaræktarráðunautur BÍ
Hvanneyrargötu 3
Hvanneyri
311 Borgarnes
ga@bondi.is
S: 892 0619
  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50