Færslur: 2010 Mars

30.03.2010 21:36

Fjölskyldudagur Storms.

Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir fjölskyldudegi í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði, föstudaginn langa,þann 2.apríl n.k. á milli kl. 14:00  og  15:00.   Hestamenn bjóða börnum á hestbak, selja muffins.kleinur, kaffi og heitt súkkulaði að hætti Ólafíu.

Vinsamlegast athugið að  ekki  verður  posi á staðnum.

Allur ágóði af kaffisölunni rennur til uppbyggingar á barna og unglingastarfi  Storms.   Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

27.03.2010 21:46

Börn og Unglingar frá Hendingu og Stormi .

Það var myndarlegur hópur barna og unglinga sem komu saman á Söndum í Dýrafirði þessa helgi í fallegu veðri. Þarna voru á ferð ungir knapar frá Hendingu og Stormi sem áttu saman skemmtilegan dag í Reiðhöllinni og svo var farið í góðan Útreiðartúr fram í Brekkudal í Dýrafirði, í gömlu fjárréttinni var boðið upp á kakó og kökur, síðan var riðið heim að Söndum. Eftir útreiðartúrinn lá leiðin á Veitingarhornið á Þingeyri þar sem hópurinn fékk að gæða sér á Pizzu og fl.góðgæti.

Meira seinna um þessa skemmtilegu uppákomu sem var skipulögð af Æskulýðsnefndum félagana.

Undirritaður fékk að slást í för með hópnum í Útreiðartúrinn og tók myndavélina með.
















  • 1
Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 16
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 288112
Samtals gestir: 75409
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:53:31