Færslur: 2010 Febrúar

19.02.2010 10:58

Ótitlað

Nú er komin dagsetning á járningarnámskeiðið sem stefnt var að sl. vor en var fellt niður v/veikinda.
Námskeiðið hefst föstudagskvöldið 12. mars. Þá mun Gunni fara í fræðilega/bóklega þætti sem skipta máli þegar hestar eru járnaðir. Hann mun sýna hvernig hægt er að leiðrétta og laga gangtegundir með breytinlegri járningu.
Laugardaginn 13. mars og sunnudaginn 14. mars verður farið í verklegar æfingar með þátttakendum.
Námskeiðiðið er 10 klst. og kostar kr. 18.000,-- pr.mann.
Takmarkaður fjöldi í hópi.
Ef áhugi er fyrir norðan (Ísafirði, Bolungarvík) þá er Gunni tilbúinn að vera með hóp þar í verklegaþættinum en færðslutíminn á föstudeginum er sameiginlegur öllum og verður á Þingeyri.
Ég vil hvetja menn til þess að nýta sér þetta tækifæri vegna þess að Gunni er einn sá besti í járningum í dag. Hann er sérmenntaður jáningarmaður með 5 ára nám að baki.,,Algjör töframaður´´ í að járna hesta.
Ég vil biðja þá sem voru skráðir í vor (þegar námskeiðið féll niður) og eru ákveðnir í að nýta sér þetta að hafa strax samband við mig.
Þeir Stormsfélagar sem búsettir eru á Þingeyri og eru skuldlausir við félagið eiga þess kost að fá styrk úr ,,endurmenntunarsjóði´´ Dropa.
Já, vel á minnst, Gunni heitir Gunnar og er Guðmundsson, búsettur í Hafnarfirði.
Hafið samband í síma 8950711 eða á nannabjork@simnet,is

06.02.2010 12:04

Er ekki komin tími til að tengja.

Síðan þarf að vakna af vetrar dvala,
verður ekki einkvað um að vera.
Fyrirgefið þótt ég þurfi að mala,
það er svo mikið sem hægt væri að gera.

Ágætu félagar munið útreiða túrinn í dag kl: 14:30
kveðja Sandabændur.

  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50