Færslur: 2009 Ágúst

25.08.2009 10:17

Örnámskeið LBHÍ

 

Nú gefst öllu áhugafólki um hestamennsku tækifæri til að sitja örnámskeið hjá hinum heimsfræða reiðkennara Susan Harris frá Cortland í New York fylki. Susan býr yfir gífurlegri reynslu sem enginn sannur áhugamaður um reiðmennsku ætti að láta fram hjá sér fara.

Centered Riding - bætt líkamsbeiting hests og knapa

Námskeiðið er örnámskeið og hentar öllum sem vilja bæta ásetu sína og jafnvægi á hestbaki og öðlast betri skilning á réttri líkamsbeitingu hesta og knapa. Kennt er á ensku.

Námskeiðið skiptist í fyrirlestra og sýnikennslu þar sem viðfangsefnið er líkamsbeiting og jafnvægi knapa og hests sem og samspil þessara þátta við þjálfun og reiðmennsku. Susan Harris er brautryðjandi á sinu sviði, afar eftirsóttur reiðkennari og hefur ferðast víða um heim til að kynna hugmyndafræði sína. Hún hefur leiðbeint og kennt allt frá byrjendum til þekktra keppnisknapa í ólíkum greinum reiðmennsku.

Kennari: Susan Harris reiðkennari. Nánari upplýsingar um störf hennar og hugmyndafræði er hægt að finna hér: www.anatomyinmotion.com og hér: www.thingeyrar.is

Tími: fim. 27. ág., kl. 13:00-17:00 (3,5 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og á Mið-Fossum.

Verð: 4.500kr. Vinsamlegast millifærið upphæðina, áður en námskeiðið hefst, inn á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5033/ 433 5000.Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér og skráning á námskeið er hér

Einnig má skrá sig í síma 433 5000

Haft verður samband við þátttakendur nokkrum dögum áður en námskeið hefst og þeir beðnir um staðfesta þátttöku. Eftir að námskeið hefst er greiðsluseðill sendur til greiðanda. Vinsamlegast athugið að ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið, en hefur ekki tilkynnt forföll með formlegum hætti til endurmenntunardeildar LBHÍ áður en námskeið hefst, eða hættir eftir að námskeið er hafið, þá mun LBHÍ innheimta 50% af námskeiðsgjaldi. Ef biðlisti er á námskeiðinu, mun námskeiðsgjaldið innheimt að fullu.

Hvanneyri - 311 Borgarnes - sími: 433 5000 fax: 433 5001 - netfang: lbhi@lbhi.is

Reykir - 801 Hveragerði, sími: 433 5303 fax 433 5309 - heimasíða: www.lbhi.is/namskeid

19.08.2009 11:14

Stormspeysur

Á félagsmóti okkar nú í júlí stóð til að hafa sölusýningu á fatnaði með lógói Storms. Það gekk ekki upp vegna þess að söluaðili, sem ég hafði verið í sambandi við, fór í sumarfrí án þess að senda kassan með sýniseintökum af stað.  Þessi kassi þvældist svo um gólfin hjá þeim þar til annar starfsm. hringdi og spurði hvort það gæti verið að þessi kassi hefði átt að koma til mín. 
Jæja, þessi blessaði kassi er hjá mér núna og í honum eru vínrauðar peysur (mjög fínar og þykkar háskólapeysur) í nokkrum stærðum. 
Þið sem hafið tök á og áhuga á að panta peysu, getið komið til mín og mátað til að finna ykkar stærð.   Ég hef svo hugsað mér að koma kassanum til Bolungarvíkur fyrir þá sem vilja máta þar. Set nánari dagsetningu á það seinna.
Hagstæðast er að panta sem flestar peysur til að fá besta verðið en ég vil ekki panta bara eitthvað út í loftið og sitja svo upp með slatta. Þess vegna er best að þið sem hafið áhuga setjið ykkur í sambandi við mig sem fyrst, á Þingeyri eða emoticon í síma 8950711 /netfang:  nannabjork@simnet.is
Verðið á peysunum er í kringum kr. 3000,-- til 3.300,--
Ég fékk líka senda softshell jakka sem eru svartir á litinn. Það er spurning hvort einhverjir hafa áhuga á þeim. Verðið á þeim gæti verið ca. kr. 8.000,--, það fer eftir hve mikið magn við pöntum.
Bestu kveðjuremoticon
Nanna Björk
emoticon 

04.08.2009 22:12

Hestaferðin 15 og 16 ágúst.

Það hefur verið ákveðið að Hestaferðin fyrir Nes verði helgina 15. og 16. ágúst n.k. þar sem það hentar fólki betur. Það er svo mikið um að vera hjá fólki um helgar, og þar er hesta-fólk ekkert undan skilið í okkar litla samfélagi.  sjáumst kæru félagar,   kveðja  Stjórn Dropa.emoticon emoticon

03.08.2009 17:37

Hestaferð fyrir Nes.

           Stormsdeildin Dropi gjörir kunnugt:::

Það stendur til að ríða fyrir Nes, núna næstu helgi 8 og 9 ágúst n.k. Verið er að kanna þátttöku hjá hesta-fólki hvort það vill koma með í þessa hestaferð. Helgin 15 og 16 ágúst höfð til vara,ef sú helgi henntar fólki betur.  Þeir sem hafa áhuga á að slást í för með okkur, endilega hafið samband í síma: 896-8245 (Sigþór) eða 659-7478 (Hákon)

Lagt verður á stað kl. 10:30 á laugardag og hringnum lokað á sunnudag.  Hestarnir verða í Svalvogum eina nótt.

Ef þið hafið góðar hugmyndir, er varða þessa skemmtiferð þá er um að gera að koma þeim á framfæri við undirbúnings nefnd.

           Sjáumst hress...     Stjórn Dropa.


Þessar myndir voru teknar í ágúst í fyrra, þegar riðið var fyrir Nes.
  • 1
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 316010
Samtals gestir: 80400
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 10:32:58