Færslur: 2009 Maí

29.05.2009 10:47

Aðalfundur 2009

Aðalfundur Hestamannafélagsins Storms árið 2009

fer fram í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði,

sunnudaginn 14. júní og hefst kl. 13:00.

 

 

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

 

1.     Skýrsla stjórnar fyrir s.l. ár lesin upp.

2.     Reikningar félagsins fyrir árið 2008 lagðir fram.

3.     Knapaskjól ehf. og staða þess í dag.

4.     Kosinn formaður til eins árs.

5.     Kosinn gjaldkeri til tveggja ára.

6.     Kosinn meðstjórnandi til tveggja ára.

7.     Kosnir tveir varamenn í stjórn til eins árs.

8.     Kosnir tveir skoðunarmenn.

9.     Kosnir fulltrúar á H.S.V. þing og á L.H. þing.

10.   Framtíð Æskulýðsnefndar og Hrossaræktarnefndar og kosning í þær.

11.   Kosning í mótsstjórn fyrir félagsmót Storms fyrir árið 2010.

12.   Vígsla nýrra félaga og þeir boðnir velkomnir.

13.   Önnur mál.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og tjá sig um málefni er varða Hestamannafélagið Storm, framtíð þess og starfsemi.

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Stjórn Hestamannafélagsins Storms 2008-2009;

Nanna Björk Bárðardóttir, formaður,

Svala Björk Einarsdóttir, ritari,

Bjarni Jóhannsson, gjaldkeri,

Jóhann Bragason, meðstjórnandi,

Sigmundur Þorkelssson, meðstjórnandi,

Sonja Elín Thompson, varamaður,

Rögnvaldur Ingólfsson, varamaður.

22.05.2009 13:23

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri

Kennt verður í reiðhöllinni og /eða í kennslugerði á Söndum í Dýrafirði e. hádegi og er hver kennslustund 1 klst.

Kennt verður 5 daga í senn frá mánudegi til föstudags; 8. júní til 12. júní og 15. júní til 20. júní (frí 17. júní en kennt á laugardegi  20. júní staðinn).

Verð: 5 daga námskeið kr.  7.000,

        10 daga námskeið kr. 12.000,-

Hámark í hverjum hópi eru 5 nemendur.

Allir nemendur fá hest, reiðtygi og öryggishjálm.  

Markmið:                                

            Að nemendur kynnist hestinum og læri undirstöðu í þeim öryggisþáttum sem hafa þarf í huga í hestamennsku.

            Að nemendur læri umhirðu hests og reiðtygja, taumhald, ásetu, stjórnun, gangtegundir.

            Að nemendur læri að taka tillit til annarra knapa og hesta.

Leiðbeinandi; Hákon Kristjánsson.
Aðstoðarstúlka; Nanna Björk.                                   

Upplýsingar og skráning hjá Nönnu Björk í síma 8950711.

04.05.2009 20:20

Járningarnámskeið.

HESTAMENN  A.T.H.  Gunnar Guðmundsson lærði í Þýskalandi og í Dýralækninga-skólanum í Vín í Austurríki. Hann verður með námskeið á vegum Storms helgina 8. til 10.maí n.k. Kennsla hefst á föstudagskvöldi. Kennt verður bæði bóklega og verklega að járna / leiðrétta hesta eftir ganglagi. Reiknað er með 12 klst. á nemanda.    Takmarkaður fjöldi.  Verð kr. 15.000,--   Skráning hjá Nönnu Björk í síma  895-0711
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 110
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 388160
Samtals gestir: 96823
Tölur uppfærðar: 15.4.2021 07:29:15