Færslur: 2008 Desember

30.12.2008 21:38

Útreiðartúrinn.

Vil minna á Útreiðartúrinn á gamlársdag, mæting við hesthúsin á Söndum kl:14:00 sjáumst hress. Reiðnefndin.

21.12.2008 13:53

Gleðilega jólahátíð.


Hestamannafélagið Stormur óskar  félagsmönnum sínum og öðrum landsmönnum gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári, þökkum félagsstarfið á árinu sem er að líða.


18.12.2008 23:08

Hross komin á hús


Hrossin komin heim úr Keldudal. Vel gekk að smala hrossum á laugardaginn 13.des, flott veður var þennan dag og allir kátir og hressir. Um þrjátíu hross voru í dalnum að þessu sinni og komu þau vel haldin, úr haust beitinni eins og venjulega.
Inntökuhátíðin hófst kl.16:00 að staðartíma með nafngift á þessu mertryppi, athöfnin fór fram að hætti Tómasar heitins Jónssonar. Á þessari mynd er Sigþór að fara með stöku þar sem nafnið á merinni kemur fram, svo var skálað að lokum. ( Merin fékk nafnið Una.)

04.12.2008 22:12

Inntökuhátíð 2008.

Golsa og Barnabörn Magnúsar Sig

Mynd frá Inntökuhátíð 2006, Gunnlaugur og Guðmundur tilbúnir með ræðuna.  Mynd til hægri: Barnabörn Magnúsar bónda á Söndum og Golsa tekur sig vel út með rauða hattinn.

Stormsdeildin Dropi gjörir kunnugt:
Aðalsafnaðar fundur og Inntökuhátíð verður í Fellasókn laugardaginn 13.des nk.Sem hefst með smölun í Keldudal, farið verður á stað frá Söndum kl.10,30 að staðartíma.
Sauðfjárbændur og hestasveinar sem tilheyra þessari sókn eru beðnir að undirbúa sig vel fyrir daginn.  Gangnasveit: er skipuð þeim hesteigendum sem eiga hesta í hagagöngu í Keldudal, samkvæmt skipunarbréfi sem er undirritað af Biskupsritara Fellasóknar í Dýrafirði.                       

Kl,16,00  Rökkurvaka, (ný hross fá nafngift og skálað þeim til heiðus.) Önnur dagsskrá með hefðbundnu sniði.   Það verður heitt á könnunni.   
                  Sjáumst á Söndum:   Nefndin.

  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50