Færslur: 2008 Júní

23.06.2008 21:10

Hestamannamót Storms 2008

Nú styttist í Hestamannamót Storms 2008 en það fer fram á Söndum í Dýrafirði dagana 18. og 19. júlí.  Mótið er opið og eiga því þátttökurétt allir hestamenn sem eru í hestamannafélögum innan L.H.  Keppt verður í ; A- flokki gæðinga, B-flokki gæðinga, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki og gæðingatölti.  Skráningargjöld eru; kr.1000,-- fyrir fyrsta og annan hest og kr.500,-- fyrir þriðja, fjórða o.s.frv..
Skráningar skulu berast fyrir 15. júlí til;  sigogsig@simnet.is  og  nannabjork@simnet.is
eða í síma; 896-8245 og 895-0711
Dagskrá nánar auglýst síðar.

20.06.2008 14:26

Olil Amble hjá Stormi 12. - 14. júlí

Olil Amble verður  með einkatíma hjá Hestamannafélaginu Stormi
dagana 12. ,13. , og   14. júlí.

einn knapi í einu, 40 mín. á dag í 3 daga.   Kennt verður í  reiðhöllinni
á Söndum.   Góð aðstaða fyrir aðkomu hross.
Skráning og allar nánari upplýsingar hjá Sigmundi  í  síma 893-6203

ps. Góður undirbúningur fyrir Hestamannamót Storms sem fram
fer dagana  18. og  19.  júlí  nk.

20.06.2008 14:13

Reiðnámskeið Storms

Örfá pláss eru laus á seinna reiðnámskeið
Storms fyrir börn,unglinga og óvana.

Verð kr.5000,--- pr.mann.  Kennt verður í reiðhöllinni á Söndum í
Dýrafirði dagana 10. til 15. júlí. Leiðbeinandi: Guðrún Astrid Elvarsdóttir
Nánari upplýsingar og skráning hjá Nönnu Björk í síma: 895-0711

16.06.2008 20:10

Góð þátttaka á reiðnámskeiðum Storms.

Í gær lauk fyrra reiðnámskeiði sumarsins sem ætlað er börnum og óvönum.
Kennt var í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði.
Fullt var á námskeiðinu en alls voru þátttakendur 25 talsins og kennt í fimm hópum.
Mikil ánægja var með námskeiðið og er hægt að fullyrða að þarna hafi hestamenn framtíðarinnar verið á ferð.
Síðasta daginn fóru allir knaparnir í útreiðartúr um Sanda og fengu hressingu á áningarstað .  Seinna reiðnámskeiðið hefst 10.júlí og því lýkur 15.júlí en örfá pláss eru laus á það. Því má  með sanni segja að mikill áhugi sé á hestamennskunni og bjartir
tímar framundan.
Kennarinn okkar er Guðrún Astrid Elvarsdóttir.

það eru komnar myndir á myndasíðuna.
                                   

03.06.2008 14:38

Reiðhöllin vinsæl hjá Grunnskóla börnum

Það hefur verið mikið að gera hjá Nönnu Björk formanni Storms og hennar starfsfólki síðustu daga, því Grunnskóla börn í Ísafjarðarbæ hafa verið á ferð og flugi  sér til ánægju og gleði síðustu dagana í skólanum. Að sjálfsögðu hafa þau fengið fróðleik um íslenska hestinn og farið á hestbak, það hafa heimsótt okkur um 80.börn úr 3.skólum í Ísafjarðarbæ  og færum við kennurum og börnum bestu þakkir fyrir komuna.
  • 1
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 316010
Samtals gestir: 80400
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 10:32:58