Færslur: 2008 Maí

25.05.2008 16:41

Reiðnámskeið Storms sumarið 2008

Reiðnámskeið fyrir börn,unglinga og óvana

10. júní  til  15.júní   -   Fyrra námskeið

10. júlí   til  15. júlí   -  Seinna námskeið 

Verð kr. 5000,-- pr.mann.

Kennt verður í reiðhöllinni á Söndum og í kennslugerði, fyrir og eftir hádegi.
Leiðbeinandi: Guðrún Astrid Elvarsdóttir. 
Nánari upplýsingar og skráning hjá Nönnu Björk í síma: 895-0711

25.05.2008 16:19

Úrslit í töltkeppni 10.maí 2008

Flokkur: meira vanir.

1.sæti  Smyrill,      knapi: Jón Guðni Guðmundsson
2.sæti  Kveikur,     knapi: Svala Björk Einarsdóttir
3.sæti  Patrika,     knapi:  Marissa  Merten
4.sæti  Júní,           knapi:  Bragi Björgmundsson
5.sæti  Pjakkur,     knapi:  Pétur Jónsson

Flokkur. minna vanir.

1.sæti   Keimur,     knapi:  Viktor Pálsson
2.sæti   Þökk,         knapi:  Hanna Wickberg
3.sæti   Freyr,         knapi:  Nanna Björk Bárðardóttir
4.sæti   Bruni,         knapi:  Skúli  Pálsson
5.sæti   Freisting    knapi:  Valdimar Elíasson

22.05.2008 12:18

Reiðnámskeið í sumar.

Nú eru í undirbúningi reiðnámskeið fyrir börn og unglinga hjá Stormi í sumar,stefnt er að því að vera með tvö  til þrjú námskeið og það fyrsta 8.júní til 14.júní. Verið er að ráða reiðkennara og fl er varðar þetta verkefni.

Reiðnámskeiðið verða auglýst hér á síðunni fljótlega. þið getið haft samband við mig í síma 895-0711   kv.  Nanna Björk

01.05.2008 21:06

Fjölskyldudagur-töltkeppni á Söndum.

Fjölskyldudagur Storms  laugardaginn 10.maí n.k.
Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir fjölskyldudegi í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði, laugardaginn 10.maí n.k. Dagskráin hefst kl. 14:00   Hestamenn sýna gæðinga sýna á tölti.  Áhorfendur velja þann sem þeim þykir bestur. Á meðan talning atkvæða stendur yfir verður börnum boðið á hestbak.  Heitt súkkulaði að hætti Ólafíu, kaffi og kökur til sölu.  Eftir hlé verða úrslit kynnt.  Öllum er heimil þátttaka. Skráningar tilkynnist til: Svölu Bjargar í síma: 867-8937 og  Nönnu Bjarkar í síma: 895-0711 fyrir kl: 20:00, fimmtudaginn 8.maí.    Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Þar sem hestamenn koma saman, þar er gaman !
  • 1
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 316010
Samtals gestir: 80400
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 10:32:58