Færslur: 2008 Apríl

22.04.2008 22:55

Vel heppnað reiðnámskeið um helgina

Vel heppnað reiðnámskeið með Magnúsi Lárussyni var um helgina í reiðhöllinni á Söndum, þar mættu 18.nemendur til leiks og höfðu allir á orði að vel hafi gengið að meðtaka það sem Magnús kenndi nemendum sínum, og nú þurfum við öll að vinna í því sem hann setti okkur fyrir og mæta með hrossin tilbúin í næsta þrep, þegar kappinn mætir næst.  Myndin er af hóp no.1  til vinstri: Ingibjörg,Nanna Björk,Magnús kennari,Linda, og Arna María. alls voru 5.hópar hver öðrum skemmtilegri.  Það eru komnar nokkrar myndir á myndasíðuna, það gengur ekki vel að koma inn myndum þessa stundina, það lagast vonandi bráðlega.

16.04.2008 22:39

Reiðnámskeið Magnúsar Lárussonar

Nú er vorið að koma og  þá verða allir glaðir sem stunda hesta-sportið, námskeiðið með Magnúsi er nú um helgina  mæting kl: 19:30 á föstudag upp í reiðhöll á Söndum. Vegna forfalla getum við bætt við 2.skráningum, endilega hafið samband við mig strax í síma  896-8245  eða á netfang: sigogsig@simnet.is    kveðja  Sigþór

14.04.2008 21:32

Námskeið vegna Kappa og Mótafengs

Breyting er á námskeiðinu sem á að vera á Ísafirði. Í stað laugardagsins19.apríl verður námskeiðið laugardaginn 26.apríl. ekki er búið að ákveða endanlega námskeiðið á Egilsstöðum en það verður auglýst fljótlega.

Námskeiðin eru ókeypis og ekki þarf að skrá sig á þau, bara mæta á staðinn, þeir sem ætla að starfa að mótamálum á komandi tímabili eru hvattir til að mæta.

Á heimasíðu LH www,lhhestar.is er hægt að prenta út leiðbeiningahandbók um Kappa og Mótafeng.

Annars er  tími námskeiðanna sem hér segir:
                                                                                                                                                   Reykjavík 14.apr. ÍSÍ kl:18:00 Selfoss15.apríl  Hliðskjálf   kl: 20:00  Borgarnes15.apríl Grunnsk.Borgarnesi kl:20:00  
Sauðárkrókur 16.apríl Tjarnarbær  kl:20:00   Reykjavík 17.apr. ÍSÍ kl.18:00
Egilsstaðir ?.  Ísafjörður 26.apríl Gamla Apotekinu kl.11:00

Kveðja frá tölvunefnd LH. 

06.04.2008 20:44

Nanna Björk,nýr formaður Storms

Á aðalfundi Storms í dag var Nanna Björk Bárðardóttir kosin formaður Storms, fráfarandi formaður var Sigþór Gunnarsson sem gaf ekki kost á sér lengur,en hann hefur verið  formaður síðastliðin 12.ár
Svala B. Einarsdóttir var kosin nýr ritari félagsins, hún tekur við af  Jóni Guðna Guðmundssyni sem hefur sinnt því starfi í 15.ár. Sonja Elín Thompson kemur ný inn sem vara- maður í stjórn.   Það hefur því orðið mikil breiting í stjórn Storms er varðar kynja-mun, því undanfarin misseri hafa karlmenn setið í stjórn félagsins. Við bjóðum þessar konur að sjálfsögðu velkomnar til starfa,og óskum þeim velfarnaðar í nýu starfi.
Átta manns sóttu um eingöngu í félagið í dag, og var þeim fagnað  að viðstöddum ,og þau færð inn til bókar og skráð í félagið.  verið velkomin til okkar, við tökum vel á móti nýu fólki í félagið.

Á myndinni eru (talið frá vinstri) Sonja Elín,varamaður í stjórn. Nanna Björk, formaður. Svala Björk.ritari.  Bjarni Jóhannsson,gjaldkeri.  Sigmundur Þorkelsson,meðstjórnandi. og Rögnvaldur Ingólfsson, varamaður. á myndina vantar Jóhann Bragason meðstjórnanda.
  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50