Færslur: 2008 Janúar

28.01.2008 13:46

Reiðnámskeið 9 og 10 febrúar

Ágæta hestafólk , getum  tekið við örfáum skráningum í viðbót á námskeiðið hjá Magnúsi Lárussyni sem verður 9 og 10 febrúar nk. sími:896-8245  netfang:sigogsig@simnet.is

08.01.2008 22:23

Reiðnámskeið Söndum Dýrafirði

Leiðbeinandi:  Magnús Lárusson reiðkennari
Staður: reiðhöllin  á Söndum  Dýrafirði, dagana: 8.til 10. febrúar  2008.
Dagskrá seinniparts  föstudags 8.febr,bóklegur tími fyrir alla þátttakendur.
Dagsskrá fyrir laugardag og sunnudag  9 og 10 febr,  hópvinna  8:30- 9:15
fyrirlestur um verkefni dagsins, 9:30- reiðtími, þátttakendum skipt í þrjá til fjóra hópa og kennt í eina klukkustund í senn og hinir  taka þátt sem áhorfendur,
18:30 - samantekt um verkefni dagsins. Námskeiðsgjald:12.000.-                Barna og unglingagjald  8.000.-   bjóðum upp á hesthús-pláss og hey fyrir námskeiðshesta þessa daga, 500.-  fyrir hvern hest
Þeir sem hafa áhuga hafi samband sem fyrst,eða fyrir 24.jan, nk.  við Sigþór Gunnarsson  sími:896-8245  netfang: sigogsig@simnet.is

06.01.2008 19:51

Hestaíþrótta maður Storms 2007.

Bragi Björgmundsson hestaíþrótta-maður Storms  2007.
    
Alls bárust 10 tilnefningar til kjörs á Íþróttamanni Ísafjarðarbæjar að þessu sinni,  þessi mynd var tekin af Braga og Gunnu í hófi sem haldið var í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði 6.jan 2008.   Það eru komnar nokkrar myndir inn á myndasíðuna okkar sem teknar voru í hófinu.

Bragi er fæddur 1943 og hefur stundað hestaíþróttina síðan um 1980 og gekk hann þá í Storm,  Bragi sat í stjórn félagsins fyrst sem gjaldkeri og síðan formaður í 10 ár .

Á félagsmóti Storms í sumar var Bragi í 1.sæti bæði í B.flokk og töllt-keppni gæðinga á hesti sínum Feng frá Fögru-Brekku, eignig var hestur hans Fengur valin hestur mótsins.  Þetta er annað árið í röð sem Bragi verður fyrir valinu hjá Stormi fyrir frábæran árangur á  keppnisbrautinni.
Við óskum Braga til hamingju með frábæran árangur í sumar og óskum honum velfarnaðar í starfi á komandi árum.

  • 1
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 316010
Samtals gestir: 80400
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 10:32:58