Færslur: 2007 Apríl

20.04.2007 00:25

Aðalfundur Storms árið 2007.

Aðalfundur Storms árið 2007.
Verður haldin sunnudaginn 29.apríl n.k.
Í kaffistofu reiðhallar á Söndum

Aðalfundur Storms árið 2007.
Verður haldin sunnudaginn 29.apríl n.k.
Í kaffistofu reiðhallar á Söndum
Og hefst kl. 13.00
Dagsskrá.

1. Skýrsla stjórnar
2. Bornir upp reikningar félagsins
3. Kosin formaður til 1.árs
4. Kosin gjaldkeri til 2.ára
5. Kosin meðstjórnandi til 2.ára
6. Kosnir 2.varamenn í stjórn
7. Kosnir 2. skoðunnarmenn
8. Kosin fulltrúi á H.S.V. þing og annar til vara
9. Kosið í Æskulíðsnefnd og Hrossaræktarnefnd
10. Kosin Mótstjórn fyrir árið 2008.
11. Ákvörðun árgjalds.
12. Inntaka nýrra félaga.......önnur mál.

Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn.

Sjáumst hress. Félagskveðja.

Stjórnin.

02.04.2007 00:25

Vígsla reiðhallar á Söndum í Dýrafirði

Fjölmenni var saman komið að Söndum í Dýrafirði laugardaginn 31.mars þegar reiðhöllinn var formlega vígð.
Fjölmenni var saman komið að Söndum í Dýrafirði laugardaginn 31.mars þegar reiðhöllinn var formlega vígð. Kirkjukór Þingeyrar söng nokkur lög, séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir var með ávarp og húsblessun. Karlakórinn Ernir söng fyrir gesti, danshópurinn Perlurnar sýndu línudans, félagar úr Hestamannafélaginu Stormi voru með töltsýningu, ávörp voru flutt af Einari Kristni Guðfinnssyni sjáfarútvegsráðherra , Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra flutti kveðju frá Guðna Ágústssyni Landbúnaðarráðherra Ragna Magnúsdóttir flutti ávarp og kveðju frá bæjarstjórn Bolungarvíkur og afhennti formanni félagsins blómvönd. bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Halldór Halldórsson tók líka til máls og að lokum formaður H.S.V. Ingi Þór Ágústsson færði félaginu veglega gjöf hnakk með öllu og tvö sett af beisla-búnaði. síðan var öllum gestum boðið upp á veitingar.

Stór dagur hjá okkur hestamönnum á Vestfjörðum hafi allir þökk fyrir, vel lukkaðan dag.
  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50