Færslur: 2007 Mars

26.03.2007 00:24

Vígsla reiðhallarinnar á Söndum í Dýrafirði

Laugardaginn 31. mars n.k. verður reiðhöll Hestamannafélagsins Storms, á Söndum í Dýrafirði, formlega vígð.
Laugardaginn 31. mars n.k. verður reiðhöll Hestamannafélagsins Storms, á Söndum í Dýrafirði, formlega vígð.

Dagskráin hefst kl. 14:00 og lýkur kl:16:00.

Ýmsar uppákomur verða í boði ásamt léttum veitingum.

Allir eru velkomnir.

Stjórn Hestamannafélagsins Storms

18.03.2007 00:23

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið sem ætlað er börnum og unglingum á grunnskólaaldri verður haldið í reiðhöllinni á Söndum dagana.


Reiðnámskeið sem ætlað er börnum og unglingum á grunnskólaaldri verður haldið í reiðhöllinni á Söndum dagana 23.-25. mars n.k.
og er þátttökugjald kr. 3.000,--

Leiðbeinendur verða þau Svala B. Einarsdóttir og Sigurjón Hákon Kristjánsson.

Allar nánari upplýsingar veitir Hákon í síma 456-8135 eða 659-7478.


Æskulýðsnefnd
Storms.

11.03.2007 00:23

Fundarherferð Æskulýðsnefndar L.H.

Opinn fundur með Æskulýðsnefnd LH á Vestfjörðum.
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga stefnir á fundarherferð um landið á næstu vikum. Fundirnir verða opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf í hestamannafélögum og er það von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Æskulýðsnefndir félaganna eru sérstaklega hvattar til að mæta.
Laugardaginn 17. mars verður nefndin með fund á Þingeyri og hefst hann kl. 13:00 í Grunnskóla Þingeyrar.

Sunnudaginn 18. mars kl. 13:00 - 15:00 verður opið hús í reiðhöllinni á Söndum.
Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum og fræðast um barna og unglingastarf almennt.
Kynntar verða öryggisskyldur, umgengisreglur og umferðareglur sem gilda í öllum reiðhúsum.

Börnum verður boðið að fara á hestbak í reiðhöllinni.

Sjáumst á Söndum á sunnudaginn!
Æskulýðsnefnd L.H.
Hestamannafélagið Stormur.

09.03.2007 00:21

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra undirritar fyrsta samstarfssamninginn um byggingu reiðhúsa

Reiðhöllin á Söndum er nú fullgerð og starfsemi hafin, stefnt er á að vígja húsið formlega í lok mars.
Á dögunum undirritaði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra fyrsta samstarfssamninginn um byggingu reiðhúsa. Samningurinn er við Hestamannafélagið Storm á Vestfjörðum og styrkir Landbúnaðarráðuneytið félagið um kr. l2.000.000,-- Áður höfðu stjórnir Hestamannafélagsins Storms og Knapaskjóls ehf. og Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar undirritað samninginn.
Samstarfssamningar við hestamannafélögin er liður Landbúnaðarráðuneytisins í að efla og styrkja hestamennsku á Íslandi. Nefnd sem skipuð var af landbúnaðarráðherra, í mars 2006, úthlutaði styrkjum til byggingar 28 reiðhúsa víðs vegar um landið. Heildarúthlutun styrkja nam 330 milljónum króna en alls bárust nefndinni 41 umsókn.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti í mars 2006 byggingarleyfi fyrir 820 fermetra reiðhöll á 6.600 fermetra lóð á Söndum í Dýrafirði. Reiðhöllin á Söndum er nú fullgerð og starfsemi þegar hafin. Stefnt er að því að vígja húsið formlega nú í lok mars.
Félagsmenn Stroms, sem unnu að byggingu reiðhallarinnar, vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra aðila hjá Landbúnaðarráðuneytinu sem þeir höfðu samskipti við á byggingarferlinu, þau samskipti voru í alla staði ánæjuleg og góð.
  • 1
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 316010
Samtals gestir: 80400
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 10:32:58