Færslur: 2007 Febrúar

14.02.2007 00:20

Fyrsta reiðnámskeiðið í nýju reiðhöllinni

Þátttakendur á námskeiðinu komu frá Bolungarvík, Ísafirði og Þingeyri og eru félagsmenn í hestamannafélögunum Stormi og Hendingu.
Dagana 9. til 11. febrúar s.l. fór fram fyrsta reiðnámskeiðið í nýrri reiðhöll hestamannafélagsins Storms á Söndum í Dýrafirði. Kennari var Erling Sigurðsson sem hefur áratuga reynslu sem reiðkennari og er flestum hestamönnum vel kunnur.
Bókleg kennsla fór fram í Háskólasetrinu á föstudagskvöldinu og mættu nemendur síðan með hesta sína í reiðhöllina á laugardag og sunnudag. Þátttakendur á námskeiðinu komu frá Bolungarvík, Ísafirði og Þingeyri og eru félagsmenn í hestamannafélögunum Stormi og Hendingu. Almenn ánægja var með alla umgjörð námskeiðsins og þá aðstöðu sem nú er í boði fyrir hestamenn á svæðinu. Hafði Erling á orði að góðir straumar væri í húsinu og hann hlakkaði til að koma aftur með fleiri námskeið.

02.02.2007 00:20

Fyrsta reiðnámskeiðið í nýju reiðhöllinni á Söndum

Fyrsta reiðnámskeiðið í nýju reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði verður haldið 9.-11. febrúar.
Fyrsta reiðnámskeiðið í nýju reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði verður haldið 9.-11. febrúar. Þetta er mikill fengur fyrir hestafólk á svæðinu sem hingað til hefur einungis haft aðgang að námskeiðum að sumarlagi, þar sem þau hafa verið haldin utandyra. Með reiðhöllinni opnast nýir möguleikar á námskeiðahaldi fyrir menn og skepnur að vetri til. Kennari á námskeiðinu er Erlingur Sigurðsson og verður þátttakendum skipt í hópa eftir reynslu, þannig að hóparnir verði sem jafnastir. Hestaflutningar verða í boði fyrir þá sem vilja koma frá stöðunum í kring. Hægt er að skrá sig og fá frekari upplýsingar hjá Árna í síma 862-5669 og Mimmo í síma 863-5669.

annska@bb.is

  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50