Færslur: 2007 Janúar

28.01.2007 00:19

Hestamannafélagið Stormur og reiðhöllin opna nýja heimasíðu

Sigþór Gunnarsson formaður Hestamannafélagsins Storms opnar vefinn.
Í gær var opnuð ný heimasíða fyrir hestamannafélagið Storm og Knapaskjól ehf.
Knapaskjól ehf. Er félag sem stofnað var um byggingu og rekstur reiðhallarinnar á Söndum í Dýrafirði. Sigmar Örn Sigþórsson sá um hönnun og uppsetningu á vefnum og hýsir Snerpa vefinn. Á vefnum verður hægt að nálgast allar upplýsingar um Hestamannafélagið Storm. Einnig verða þar allar upplýsingar um starfsemi Knapaskjóls ehf. Þegar starfsemin hefur verið fullmótuð. Unnið er að því þessar vikurnar að ákveða hvernig best megi koma að öllum hugmyndunum sem eru um notkun reiðhallarinnar. Lógið fyrir Knapaskjól ehf. Var unnið í samvinnu Sigmars og Nönnu Bjarkar.

22.01.2007 00:18

Stór áfangi í sögu reiðhallarinnar á Söndum

Nú er reiðhöllin á Söndum að verða tilbúin. Unnið er við lokafrágang á salernisaðstöðu og dómararými.
Nú er reiðhöllin á Söndum að verða tilbúin. Unnið er við lokafrágang á salernisaðstöðu og dómararými.
Miklar vangaveltur voru um það hvaða efni hentaði best á reiðvöllinn sjálfan í húsinu.
Lagt var sýnishorn af því sem talið var það besta og heiðursfélagi Storms, Guðmundur Ingvarsson, fenginn til að ,,prufukeyra´´ efnið.
Það var spennuþrungin stund þann 30. desemer sl. þegar Guðmundur mætti í hús á hryssu sinni, Emblu, og biðu menn í ofvæni eftir úrskurðinum.
Eftir að hafa riðið nokkrar ferðir fram og til baka kvað Guðmundur upp með það að hryssan léti vel að stjórn og væri ánægð í húsinu.
Aðstandendum hússins létti stórum við þessi orð og töldu að nú væri stórum áfanga náð í sögu reiðhallarinnar.
Undanfarið hefur verið unnið að gerð heimasíðu fyrir Hestamannafélagið Storm og reiðhöllina á Söndum. Heimasíðan verður formlega opnuð nú í lok janúar.
Nú er verið að vinna við að skipuleggja starfsemi hússins og koma henni af stað.

14.01.2007 23:57

Hestaíþrótta-maður Storms

Hópurinn sem var tilnefndur sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2006. Þórir Guðmundsson úr körfuboltanum varð fyrir valinu. Ljósm: SG
Stjórn Hestamannafj.Storms á Vestfjörðum hefur ákveðið að tilnefna Braga Björgmundsson Móholti 6. Bolungarvík,sem fulltrúa okkar félags við val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar fyrir árið ?06

Bragi er fæddur 1943 og hefur stundað hestaíþróttina síðan um 1980 og gekk hann þá í Storm ,og sat í stjórn félagsins fyrst sem gjaldkeri Og síðan formaður Storms í 10. ár. Hann er laginn við tamningar og þjálfun hesta sinna,hann stundar hestaíþróttina af mikilli kostgæfni og metnaði sem hefur skilað honum frábærum árangri á félagsmótum Storms í gegnum tíðina.

Á mjög sterku félagsmóti Storms í sumar komst Bragi í úrslit bæði í Tölt-keppni og B.flokki gæðinga á hesti sínum Feng frá Fögru-brekku og komst á verlauna pall ásamt atvinnu-knöpum úr Reykjavík.
Við óskum honum til hamingju með árangurinn í sumar og óskum honum velfarnaðar í starfi, á komandi árum.

Þingeyri 27.des 2006
Virðingafyllst.
Sigþór Gunnarsson. Form. Storms.
  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50