Færslur: 2006 Ágúst

27.08.2006 23:55

Kominn grunnur að reiðhöllinni á Söndum

Heiðursfélagar Storms, Gunnlaugur Sigurjónsson og Guðmundur Ingvarsson tóku skóflustungu að reiðhöllinni þann 27. maí s.l.

Framkvæmdir við nýju reiðhöllina á Söndum í Dýrafirði ganga vel og er þegar búið að steypa grunninn. Það var Bragi Björgvinsson verktaki frá Bolungarvík sem hafði verkið með höndum. Húsið sjálft er einingahús sem framleitt er af fyrirtækinu Límtré vírnet á Flúðum og er áætlað að búið verði að reisa það í lok september. Það er hestamannafélagið Stormur sem stendur fyrir byggingu hallarinnar en félagið stofnaði síðast liðið vor einkahlutafélagið Knapaskjól ehf. í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um eignarhald og rekstur reiðhallarinnar. Mikill hugur er í þeim Stormsfélögum og stefna þeir að því að taka höllina í notkun fyrir áramót.

Sandar í Dýrafirði hafa lengi verið miðstöð hestamanna á Vestfjörðum. Þar er löglegur keppnisvöllur með tveimur hringvöllum, 300 m kappreiðbraut, gott áhorfendasvæði, dómhús, tamninga- og kennslugerði og tjaldsvæði. Reiðhöllin mun bæta aðstöðu til mótshalda og styrkja Sanda enn frekar sem miðstöð hestamanna hér vestra.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti í vor byggingarleyfi fyrir 820 m² reiðhöll á 6600 m² lóð á Söndum, eins og kunnugt er. Ísafjarðarbær mun leggja til fjárframlag að upphæð 6,3 milljónir króna sem skiptist þannig að styrkur vegna byggingarleyfisgjalda greiðist á árinu 2006 og eftirstöðvar greiðast á árunum 2007-2009. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mun tryggja að í fjárhagsáætlun hvers þessara ára verði gert ráð fyrir greiðslum til Storms.

FB

(Smellið á myndina til að fá hana stærri)

Myndir frá byggingu reiðhallarinar á Söndum eru á vefnum

http://www.123.is/album/display.aspx?fn=thingeyri&aid=973518225

27.08.2006 23:54

Hestaþing Storms á Söndum í Dýrafirði

Glæsilegasti hestur mótsins, Vænting, knapi Alexender Hrafnkelsson. Sigþór Gunnarsson veitir verðlaunin.

Um síðustu helgi var haldið á Söndum í Dýrafirði 35 ára afmælismót hestamannafélagsins Storms á Vestfjörðum.
Góð þátttaka var þar sem á milli 60 og 70 hestar mættu til keppni og margir hinir glæsilegustu.
Í A-flokki gæðinga sigraði Vænting með einkunina 9,02, knapi Alexander Hrafnkelsson.
Í B-flokki gæðinga sigraði Óður frá Brún með einkunina 8,45, knapi Alexender Hrafnkelsson.
Vænting var í fyrsta sæti í töltkeppninni, knapi Alexander Hrafnkelsson.
Í ungmennaflokki sigraði Skeifa, knapi Marta Sólrún Jónsdóttir.
Í unglingaflokki sigraði Stormshvöt, knapi Sólveig Huld Jónsdóttir
Í barnaflokki sigraði Alli, knapi Skúli Pálsson.
Glæsilegasti hestur mótsins var valin Vænting, knapi Alexander Hrafnkelsson.
Mótið tókst í alla staði mjög vel og lauk með hinum hefðbundna útreiðatúr þar sem gleðin ræður ríkjum.
Ánæjulegt var að sjá hve góð þátttaka var í barnaflokki í ár. Þar er að skila sér starf æskulýðsfulltrúa Storms sem hefur haldið reiðnámskeið í Bolungarvík og á Þingeyri nú í sumar. Í heildina sóttu um 75 börn og unglingar námskeiðin. Markmið félagsins með byggingu reiðhallar er að efla barna og unglingastarf Storms ásamt því að bæta aðstöðu til hestamennsku almennt.

(Smellið á myndina til að fá hana stærri)

27.08.2006 23:50

35 ára afmælismót Storms

Frá verðlaunaafhendingu í A flokki gæðinga í fyrra.

35 ára afmælismót hestamannafélagsins Storms verður haldið að Söndum í Dýrafirði næstkomandi föstudag og laugardag. Skráningargjöld verða 500 kr. fyrir hvern hest í barnaflokki, unglingaflokki og kappreiðum, og knapar eldri en 17 ára greiða 1000 kr. fyrir fyrsta hest og síðan 500 kr. á hverja skráningu. Skráningar þurfa að berast fyrir 20 júlí í síma 896-8245 (Sigþór) eða á netfangið sigogsig@simnet.is. Miðaverð á mótsvæði verður svo 1000 kr. fyrir tíu ára og eldri.

35.ára Afmælismót Storms á Vestfjörðum verður

Haldið að Söndum í Dýrafirði dagana 21.og 22.júlí.

Dagskrá

Föstudagur 21 júlí,

Kl 16:00 Opin forkeppni ( Aðeins félagsmönnum

Hestamannafélaga innan L.H.)

B.flokkur gæðinga

Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

A.flokkur gæðinga.

Kvöldvaka

Gæðingatölt-Fljúgandi Skeið.

Sölusýning og fl.

Laugardagur 22 júlí,kl 12:00,

Hópreið hestamanna

Mótsetning.

Úrslit: B.flokkur gæðinga

Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

A.flokkur gæðinga

Gæðingjatölt

Kappreiðar

Mótslit.

Miðaverð á Mótsvæði,

1000.-fyrir 10 ára og eldri.

Skráningagjöld verða 500.kr

Fyrir hvern hest í Barnaflokk

Unglingaflokk og Kappreiðum.

Knapar 17 ára og eldri greiða

1000.kr fyrir fyrsta hest, og

síðan 500.kr á hverja skráningu.

(ath.greiða þarf gjöldin strax við

skráningu keppnis hesta.)

Svo er það Útreiðartúrinn og Grillið.

Sjáumst: Mót s stjórn.

Skráningar þurfa að berast fyrir 20 júlí,

í síma 896-8245. netfang: sigogsig@simnet.is
  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50