Færslur: 2006 Maí

26.05.2006 23:47

Skóflustunga tekin að Reiðhöll á Söndum í Dýrafirði

Teikning af Reiðhöll hestamannafélagsins Storms

26.5.2006
Á morgun, laugardag, kl.16:00 verður tekin skóflustunga að Reiðhöll hestamannafélagsins Storms á Söndum í Dýrafirði.
Í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur verið stofnað einkahlutafélag um eignarhald og rekstur Reiðhallarinnar og heitir félagið Knapaskjól ehf.
Tilgangur félagsins er að efla barna og unglingastarf, bæta aðstöðu til reiðkennslu, þjálfunnar og keppni. Efla hestaíþróttina sem fjölskylduíþrótt, bæta aðstöðu þeirra sem stunda hestamennsku og vinna að öðrum þáttum sem tengjast íslenska hestinum. Einnig að skapa aðstöðu til iðkunnar annarra íþrótta sem húsið nýtist fyrir.
Sandar í Dýrafirði hafa til margra ára verið miðstöð hestamanna á Vestfjörðum og stæstu viðburðir tengdir hestaíþróttini farið þar fram. Á Söndum er löglegur keppnisvöllur með tveimur hringvöllum, 300 m kappreiðabraut, góðu áhorfendasvæði, dómhúsi, tamninga- og kennslugerði og tjaldsvæði með salernis-aðstöðu.
Aðstaða til mótshalda hestamanna á Vestförðum mun eflast til muna með tilkomu Reiðhallar, þar sem öll önnur aðstaða er þegar fyrir hendi og styrkir Sanda enn frekar sem miðstöð hestamanna á Vestfjörðum.


  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50