15.07.2016 11:18

 

Í ár er það Firmakeppni

 

Firmakeppni Hestamannafélagsins Storms verður haldinn að Söndum Dýrafirði dagana 15-16. júlí 2016

Áætlað er að herlegheitin hefjist kl 20:00 föstudagskvöldið 15.júlí 2016 í reiðhöllinni Knapaskjóli.

DAGSKRÁ:

FÖSTUDAGUR:
Töltkeppni
Fljúgandi skeið
Sandariddarinn 2016

LAUGARDAGUR:
Hópreið kl 12:00 -keppni hefst að henni lokinni.
Púkaflokkur
Barnaflokkur
B-Flokkur
Unglinga-/ Ungmennaflokkur
A-Flokkur
Kappreiðar

Við viljum vekja athygli á því að nú gilda dómar áhorfenda úr brekku við ákvörðun úrslita þ.s þetta er Firmakeppni.

Tekið er við skráningum í s:867-1577 til kl 23:00 fimmtudaginn 14.júlí 2016.
Skráningargjald er 1000 kr á hest og greiðist fyrir keppni.

Eftir keppni munum við slíta herlegheitunum með hinum árlega reiðtúr út í Meðaldal. Lagt verður af stað kl 17:00. Að honum loknum koma allir saman í Knapaskjóli, grilla og gera sér glaðan dag.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Nefndin

Virðingarfyllst,
Stjórnin.

Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 34
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 310724
Samtals gestir: 79297
Tölur uppfærðar: 23.10.2018 02:16:59