10.07.2014 23:40

Dagskrá móts

Hestaþing Storms 18 og 19 júli 2014

 

Föstudagurinn 18.júlí

kl.15:00 hefst forkeppni í öllum flokkum.

1. B-flokkur gæðinga

2. Unglingaflokkur

3. Ungmennaflokkur

4. A-flokkur gæðinga

5. Barnaflokkur

6. Tölt

 

Kl. 21:00 hefst kvöldvaka í reiðhöllinni á Söndum.

Á dagsskránni verður m.a. liðakeppnin

,, Sandariddarnir 2014 ''. þar sem þriggja para lið takast á í ýmsum þrautum. Glæsileg

verlaun í boði :). Keppni í fljúgandi skeiði og fleira skemmtilegt.

 

Laugardagurinn 19. júlí

Kl: 12:00 Hópreið hestamanna

Um kl. 12:30 hefst keppni í úrslitum í öllum flokkum.

Dagskráin hefst með nýjum flokk sem kallast púkaflokkur.

Þar má teyma undir yngstu kynslóðinni einn hring á frjálsum gangi. Allir fá viðurkenningu

fyrir og þarf því að skrá knapa í þessa keppnisgrein sem aðrar, ( nafn knapa og hests)

 

1. B-flokkur gæðinga

2. Unglingaflokkur

3. Ungmennaflokkur

4. A-flokkur gæðinga

5. Barnaflokkur

6. Tölt

Kappreiðar.

1. 300 m brokk

2. 300 m stökk

3. 250 m skeið

 

Kl: 17:00 Hinn margrómaði útreiðartúr út í Meðaldal.

Lagt af stað frá tjaldstæðinu. Allir hestfærir velkomnir með.

Kl: 20:00 hefst Stormspartý í reiðhöllinni á Söndum.

Við borðum saman og skemmtum okkur fram eftir kvöldi. M.a. verður dregið í happdrætti

Storms þar sem margir flottir vinningar eru í boði. Heitt grill á staðnum, gestir koma með

borðbúnað, mat og drykki.

 

Tekið er við skráningum keppnishrossa í síma: 8678937 og á netfangið: svalabe@gmail.com

til kl: 22:00 miðvikudaginn 16. júlí. Gefa þarf upp IS númer hrossa og kennitölu knapa.

Skráningagjald er 1.000,- á hverja skráningu sem leggst inn á reikning : 0154-05-1908.

kt:600783-0259, eig, Hestamannafj. Stormur. Rétt til þátttöku eiga allir skuldlausir félagar

Storms og allir þeir sem skráðir eru í félög innan L.H.

 

Aðgöngumiði á mótssvæði sem gildir báða dagana:

16 ára og eldri kr: 1500 15 ára og yngri frítt.

Happadrættismiði kr: 500,- Ef fólk kýs að koma eingöngu á kvöldvöku kostar

það 500,-

 

Sjáumst hressari sem aldrei fyrr, á Hestamannamóti á Söndum.

 

 kveðja, Mótsnefndin.

Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50