23.05.2014 21:08

Aðalfundur 2014

 

Aðalfundarboð 2014Aðalfundur Hestamannafélagsins Storms á Vestfjörðum verður haldinn í reiðhöll félagsins á Söndum í Dýrafirði, þriðjudaginn 3.júní og hefst hann kl. 20:00.


Efni fundarins verður sem hér segir:
1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
3. Kosning stjórnar; nýr formaður kosinn til eins árs, gjaldkeri kosinn til tveggja ára, einn meðstjórnandi kosinn til tveggja ára, tveir varamenn til eins árs.
4. Kosnir tveir endurskoðendur fyrir félagið og tveir til vara.
5. Inntaka nýrra félaga.
6. Önnur mál.

 

Þingeyri 23. maí 2014

Stjórn Hestamannafélagsins Storms

Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50