23.04.2014 21:35

Grímutölt

Vil minna á Grímutölt -

 

Hið árlega Grímutölt Hestamannafélagsins Storms verður haldið í reiðhöllinni að Söndum sunnudaginn 27. apríl, kl. 13:00.

 

Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki (börn/ungmenni/full-orðinir) en einnig verða veitt ein verðlaun fyrir flottasta búninginn í hverjum flokki. Skilyrði fyrir þátttöku er að knapar mæti í búningi.

 

Skráningargjald er kr. 1.000.- sem greiðist á staðnum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma; 693-1847 - Viktor eða 696-3213 Signý. Gefa þarf upp nafn knapa og nafn hests.

 

!!Skráningar berist í síðastalagi á hádegi á laugardag!!

 

Kaffisala veður á staðnum og teymt undir börnum að keppni lokinni. Áhorfendur hvattir til að taka þátt og mæta í búningum!

Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 316010
Samtals gestir: 80400
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 10:32:58