17.07.2013 22:04

Opið félagsmót Storms

 Opið félagsmót Storms hefst með forkeppni í öllum flokkum, föstudaginn 26. júlí, kl. 15:00.

Dagskráin fyrir kvöldvökuna, 26. júlí er að verða klár, má helst nefna keppnina Sandariddararnir 2013, sem er liðakeppni í ýmsum þrautum. Þrjú pör (hestur + knapi ) eru í hverju liði sem spreyta sig á ýmsum léttum þrautum. Glæsileg verðlaun. Hvetjum alla til að mæta í reiðhöllina og fylgjast með!

Á laugardeginum eru svo úrslit allra flokka.  Dagskráin hefst kl 12:00. Byrjað verður á Púkaflokknum  sem vakti mikla lukku í fyrra, hann er ætlaður fyrir yngstu knapana sem treysta sér ekki einir í brautina. Teyma á undir þeim börnum einn hring og er svo afhending viðurkenninga strax að þeim flokki loknum.

 Að keppni lokinni er hinn margrómaði reiðtúr og svo munu allir að sjálfsögðu grilla saman og skemmta sér saman í reiðhöllinni á laugardagskvöldinu. Búast má við frábærum skemmtiatriðum og ekki má gleyma happadrætti Storms 2013. Mikið hefur verið safnað af veglegum vinningum og þökkum við þeim sem gefið hafa kærlega fyrir!

Tekið er við skráningum í síma 867 8937 og á netfangið svalabe@gmail.com til kl. 22:00, miðvikudaginn 24. júlí. Rétt til þátttöku hafa allir skuldlausir félagsmenn Storms og þeir sem skráðir eru í félög innan LH. Muna eftir IS númeri hesta er skráð er. Fyrsta skráning hvers knapa kostar 1.500kr en eftir hana kostar hver skráning 1.000kr. Vinsamlegast greiðið skráningargjöld inn á; 0154-05-1908, kt: 600783-0259, eig. Hestam.félagið Stormur, félagsmót.

 

Sjáumst hress smiley

Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50