19.07.2011 21:42

Úrslit Stormsmótsins, helgina 15. og 16. júlí

40 ára afmælismót Hestamannafélagsins Storms sem fram fór um helgina, tókst mjög vel í alla staði. Mikil þátttaka var í forkeppni sem fram fór á föstudeginum. Þurfti þess vegna að seinka kvöldvöku í reiðhöllinni um 1 og ½ klst. Þrátt fyrir það var fullt út úr dyrum. Á kvöldvökunni voru hjónin Þorkell Þórðarson og Inga Guðmundsdóttir gerð að heiðursfélögum í Stormi, Bolvíkingar sáu um töltsýningu, sýndir voru hestar frá ræktunarbúinu Laugabóli í Arnarfirði, Patrekur og Agnes sungu og spiluðu. Keppt var í fljúgandi skeiði þar sem gamli töffarinn, Bragi Björgmundsson bar sigur úr bítum og hreinlega rústaði ungu mönnunum. Að lokum var keppt í Sandariddaranum þar sem þriggja manna lið tókust á í ýmsum þrautum. Eftir harða keppni stóðu Daltonarnir  upp sem sigurvegarar. Er hér með skorað á þá að mæta að ári og freista þess að verja þennan eftirsótta titil. Á laugardeginum var keppt til úrslita í öllum flokkum og urðu úrslitin þessi: 

 B-flokkur:

1.    Kolskeggur frá Laugabóli. Einkunn; 8,48.  Knapi Steinar R. Jónasson.

2.    Hróður frá Laugabóli. Einkunn; 8,45. Knapi Alexander Hrafnkelsson.

3.    Fengur frá Fögrubrekku. Einkunn; 8,44. Knapi Bragi Björgmundsson.

4.    Töffari frá Hlíð. Einkunn; 8,33. Knapi Guðrún Hanna Kristjánsdóttir.

5.    Teinn frá Laugabóli. Einkunn; 8,29. Knapi Ásta Márusdóttir.

Unglingaflokkur:

1.    Sigríður Magnea Jónsóttir. Einkunn; 7,97. Ræll frá Fjalli.

2.    Hafrún Lilja Jakobsdóttir. Einkunn; 7,85. Tandri frá Hólum.

3.    Arna María Arnardóttir. Einkunn; 7,80. Mæða frá Litlu Tungu 2.

Ungmennaflokkur:

1.    Lovísa Anna Jóhannsdóttir. Einkunn; 8,07. Freyr frá Litla Dal.

2.    Heiðrún Arna Rafnsdóttir. Einkunn; 7,86. Peron frá Arnarnúpi.

3.    Bylgja Dröfn Magnúsdóttir. Einkunn; 7,51. Draupnir frá Akranesi.

A-flokkur:

1.    Fróði frá Laugabóli. Einkunn: 8,41. Ólöf Guðmundsdóttir.

2.    Snær frá Laugabóli. Einkunn; 8,31. Alexander Hrafnkelsson.

3.    Júní frá Tungu 1, Valþjófsdal. Einkunn; 8,26. Jóhann Bragason.

4.    Amlín frá Laugabóli. Einkunn; 7,78. Brynjólfur Þór Jónsson.

5.    Vörður frá Laugabóli. Einkunn; 6,84. Ásta Márusdóttir.

Barnaflokkur:

1.    Katrín Eva Grétarsdóttir. Einkunn; 8,29. Gnýr frá Árbæ.

2.    Rakel María Björnsdóttir. Einkunn; 8,00. Máni frá Þórustöðum.

3.    Amalía Nanna Júlíusdóttir. Einkunn; 7,97. Kopar frá Efri Þverá.

4.    Birna Filippía Steinarsdóttir. Einkunn; 7,89. Freyr frá Miðbæ.

5.    Sara Matthildur. Einkunn; 7,70. Eimur frá Fjalli.

Tölt:

1.    Alexander Hrafnkelsson. Einkunn; 8,52. Hróður frá Laugabóli.

2.    Bragi Björgmundsson. Einkunn; 8,52. Fengur frá Fögrubrekku.

3.    Steinar Jónasson. Einkunn; 8,40. Kolskeggur frá Laugabóli.

4.    Ásta Márusdóttir. Einkunn; 8,33. Teinn frá Laugabóli.

5.    Ólöf Guðmundsdóttir. Einkunn; 8,22. Valur frá Laugabóli.

Dómarar mótsins, Guðbrandur Björnsson og Sigrún Ólafsdóttir, völdu Fróða frá Laugabóli  sem glæsilegasta hest mótsins og Steinar R. Jónasson sem knapa mótsins.

Í kappreiðum urðu úrslit þessi:

300 m stökk

1.    Katrín Eva Grétarsdóttir á Gjafari frá Akureyri.

2.    Katrín Dröfn Björnsdóttir á Veru frá Þverá.

3.    Jón Örn Pálsson á Skeifu frá Akureyri.

300 m brokk

1.    Heiðrún Arna Rafnsdóttir á Plútó.

aðrir knapar gerðu ógilt.

Að móti loknu var farið í útreiðatúrinn sem er hápunktur helgarinnar. Núna voru það um  70 knapar sem fóru ríðandi út í Meðaldal.  Þar eiga hestamenn sinn áningastað sem kallast ,,bolli´´ Þar var stigið á stokk, sungið og sagðar gamansögur. Um kvöldið var sameiginlegt  borðhald í reiðhöllinni þar hestamenn, fjölskyldur og vinir áttu góða stund. Benni Sig. sá um að halda fólki vakandi fram að miðnætti.

Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 316010
Samtals gestir: 80400
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 10:32:58