08.07.2011 10:01

Afmælisveisla Storms, laugardaginn 16. júlí

Kl: 20:00 hefst afmælisveisla Storms í reiðhöllinni á Söndum. Veislustjóri verður Benni Sig. frá Bolungavík. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna, leikir, söngur, tónlist, dregið í afmælishappdrætti Storms og margt fleira. Benni Sig. og Halli sjá um að halda uppi partýstemmingu fram yfir miðnætti

Borðhald hefst um kl. 20:15. Kokkurinn á Hótel Núpi, Guðmundur Helgason, mun sjá um að grilla fyrir gesti.

Á matseðlinum verður: Lambakjöt og svínakjöt, kryddað "a la Guðmundur", kartöflusalat, hrásalat og kaldar sósur. Matargestir taka sjálfir með sér diska, hnífapör og drykki.

Allir velkomnir sem vilja skemmta sér með hestamönnum en nauðsynlegt er að skrá sig á borðhaldið í síðasta lagi þann 13. Júlí, fyrir kl. 22:00, í síma: 659 8298, Brynhildur og 895 0711, Nanna. Það er til þess að hægt sé að áætla fjölda matargesta.

  1. 1.     Aðgöngumiði fyrir kvöldið án matar:     
  2.         16 ára og eldri kr. 1.000,--  
  3.         15 ára og yngri frítt   

 

  1. 2.     Aðgöngumiði fyrir kvöldið með mat:    
  2.         12 ára og eldri kr. 2.900,--  
  3.         6 til 11 ára kr. 1.500,--    
  4.         0 til 5 ára frítt      
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50