27.05.2011 16:42

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga

Námskeið hjá Hestamannafélaginu Stormi sumarið 2011
Námskeiðin eru ætluð krökkum á aldrinum 7 til 16 ára. Hvert námskeið er 5 virkir dagar, 1 klst. í senn. Hámark 5 nemendur í hverjum hópi. Hóparnir eru getu skiptir.
Tímabil í boði:
1.    20. júní til 24. júní.
2.     4. júlí til 8. júlí.
3.   18. júlí til 22. júlí.
Kennt verður í Reiðhöll Hestamannafélagsins Storms og/eða í kennslugerði á Söndum í Dýrafirði. Reiðtúrar í nánasta umhverfi Sanda.
Hópur 1. Kl. 13:00 til 14:00 alla daga. Fyrir byrjendur sem hafa litla eða enga reynslu af hestum. Áhersla lögð á undirstöðuatriði í umgengni við hesta, ásetu og stjórnun.
Hópur 2. Kl. 14:00 til 15:00 alla daga. Fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af hestum og kunna undirstöðuatriði í reiðmennsku. Lögð er áhersla á aukið jafnvægi og að ná góðu sambandi við hestinn.
Hópur 3. Kl. 16:00 til 17:00 alla daga. Fyrir þá sem eru búnir að ná góðu jafnvægi á hestbaki. Gerðar eru kröfur um góða stjórnun á hestinum. Farið verður í reiðtúra um nánasta umhverfi Sanda.
Verð kr. 10.000,--- fyrir félagsmenn í Stormi, utan félags kr. 12.000,--
Innifalið í verði auk kennslu er; afnot af hesti, reiðtygjum og öryggishjálmur.
Leiðbeinendur og umsjónarmenn eru:
Nanna Björk , Sonja, Brynhildur og Hákon
Nánari upplýsingar og skráning hjá: Nönnu Björk í síma: 895 0711 eða nannabjork@simnet.is
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 29
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 313316
Samtals gestir: 79919
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 07:44:50